Erlent

Ég má láta hengja hann -nei ég

Óli Tynes skrifar
Efnavopna Ali bíður eftir að einhver láti hengja hann.
Efnavopna Ali bíður eftir að einhver láti hengja hann.

Það er svo mikill losarabragur og ósætti í ríkisstjórn Íraks að þar er jafnvel ekki hægt að hengja menn sem búið er að dæma til dauða.

Þrír menn eru þar nú á dauðadeild. Efnavopna Ali, frændi Saddams Hussein er þar, ásamt fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins og yfirmanni herráðsins. Þeir voru allir dæmdir til dauða fyrir þjóðarmorð.

Hæstiréttur staðfesti dauðadómana í september síðastliðnum. Samkvæmt stjórnarskrá Íraks á að framfylgja dauðadómi ekki síðar en 30 dögum eftir að hann er kveðinn upp.

Mennirnir þrír eru hinsvegar ennþá í fangelsi því stjórnvöld geta ekki komið sér saman um hver það er sem hefur valdið til þess að undirrita aftökuskipunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×