Erlent

Meintur kanadískur barnaníðingur neitar sök

Óli Tynes skrifar
Christopher Neil.
Christopher Neil.

Kanadamaður sem sendi myndir af sér með tölvuruglað andlit á netið, þar sem hann var að nauðga börnum víða í Asíu, neitaði allri sök þegar mál hans var tekið fyrir í Bangkok í dag.

Alþjóðalögreglan Interpol notaði tölvur við að afrugla myndirnar, sem voru birtar í fjölmiðlum um allan heim.

Talið er að myndirnar hafi verið teknar í Vietnam og Kambódíu. Christopher Neil, sem er 32 ára gamall kennari, vann í Suður-Kóreu þegar Interpol sendi frá sér myndirnar.

Hann dulbjó sig og reyndi að flýja, en var handtekinn í Tælandi í október síðastliðnum.

Þegar hann var handtekinn gáfu tveir tælenskir unglingar sig fram og skýrðu frá því að hann hefði einnig misnotað þá. Það er á grundvelli framburðar þeirra sem réttað er yfir honum í Tælandi.

Ef hann verður sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi.

Yfirvöld í Tælandi segja að eftir að hann hafi afplánað þann dóm verði hægt að framselja hann til Kambódíu eða Vietnams.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×