Erlent

Ný kjarnorkuver í Bretlandi

Óli Tynes skrifar
Búist er við að breska ríkisstjórnin samþykki í þessari viku að hefja smíði nýrrar kynslóðar kjarnorkuvera í landinu. Búast má við harðri andstöðu umhverfissinna.

Fylgjendur nýju veranna segja að þau séu eina raunhæfa leiðin fyrir Breta að sjá landinu fyrir orku og til að standa við skuldbindingar sínar í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Aðrar ríkisstjórnir munu fylgjast náið með gangi mála í Bretlandi því margar þeirra hafa komist að sömu niðurstöðu og sú breska. Að kjarnorka sé eina leiðin til þess að framleiða næga orku og draga úr notkun jarðeldsneytis eins og kola og olíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×