Handbolti

Útlendingarnir farnir frá Akureyri

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik Akureyrar og Vals á dögunum. Mynd/Pedromyndir
Úr leik Akureyrar og Vals á dögunum. Mynd/Pedromyndir

Þeir tveir erlendu leikmenn sem hófu tímabilið með handboltaliði Akureyrar eru báðir farnir frá félaginu. Eftir þessar málalyktir eru engir erlendir leikmenn hjá félaginu og í rauninni allir leikmenn uppaldir hjá Akureyrarliðunum.

Akureyri hefur komið mjög á óvart í byrjun tímabils og trjónir liðið á toppi N1-deildarinnar með 8 stig eins og FH og Valur.

Akureyri samdi um starfslok danska markvarðarins Jesper Sjøgren og Svartfellingsins Nikolaj Jankovic. Í ljósi núverandi ástands efnahagsmála þótti ekki annað fært en grípa til þessa ráðs.

Sjøgren kom til Akureyrar í sumar en kom lítið við sögu þar sem Hafþór Einarsson hefur farið á kostum í markinu eftir að hann tók fram skóna á ný. Jankovic, sem hefur leikið í hægra horninu, hefur heldur ekki fengið mörg tækifæri með liðinu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×