Boston Celtics NBA-meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2008 09:12 Boston Celtics, NBA-meistararnir árið 2008. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics varð í nótt NBA-meistari í sautjánda sinn í sögunni eftir 4-2 sigur á Los Angeles Lakers í úrslitarimmu liðanna. Boston hreinlega slátraði Lakers í sjötta leik liðanna í nótt, 131-92. Paul Pierce var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann hefur í öll sín níu ár í NBA-deildinni leikið með Boston. Þetta var fyrsti titill hans með liðinu sem og fyrsti titill þeirra Ray Allen og Kevin Garnett. Mikil geðshræring greip um sig í liði Boston eftir leik og sá síðastnefndi náði varla að klára sjónvarpsviðtal eftir leik. 22 ár eru liðin síðan að Boston varð síðast meistari í NBA-deildinni en margir af gömlu hetjunum voru á leiknum í gær, til að mynda Bill Russell og John Havlicek. Gamli þjálfari Celtic, Red Auerbach, lést árið 2006 en minning hans var heiðruð í gær. Leikmenn og Doc Rivers, þjálfari Celtic í dag, minntust hans með hlýlegum orðum. Hann vann níu NBA-meistaratitla á sínum ferli en síðan þá hefur Phil Jackson jafnað það met. Boston kom í gær fyrir að Jackson ynni sinn tíunda meistaratitil en hann er nú þjálfari LA Lakers. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum og yfirspiluðu Lakers nánast frá fyrstu mínútu. Engu að síður náði Boston ekki að hrista Lakers af sér fyrr en um miðjan annan leikhluta. Staðan var þá 32-29 en þá setti Boston niður tvo þrista í röð og litu aldrei til baka eftir það. Staðan í hálfleik var 58-35 og samtals vann Boston annan leikhluta með 34 stigum gegn fimmtán. Boston var með bensínið í botni allan síðari hálfleik og Lakers átti aldrei minnsta möguleika á að minnka muninn verulega. Kevin Garnett og Ray Allen voru með 26 stig hver í leiknum en Garnett tók fjórtán fráköst í leiknum. Allen hitti úr sjö af níu þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum. Rajon Rondo var með 21 stig og Paul Pierce með sautján og tíu stoðsendingar. Kobe Bryant var með 22 stig í leiknum, Lamar Odom fjórtán og tíu fráköst. Jordan Farmar var með tólf stig. Lakers tók aðeins tvö sóknarfráköst í öllum leiknum og þau komu bæði undir lok leiksins þegar að Boston var löngu búið að vinna leikinn. Boston tók fjórtán sóknarfráköst og tapaði sjö boltum en Lakers tapaði nítján boltum. Doc Rivers á meira en 1500 leiki að baki í NBA-deildinni sem leikmaður og þjálfari en vann í gær sinn fyrsta meistaratitil. Þríeykið Pierce, Allen og Garnett þótti minna mikið á gamla þríeykið hjá Boston þegar liðið var upp á sitt besta fyrir tveimur áratugum - Larry Bird, Kevin McHale og Robert Parish - en margir efuðust um að þeim tækist að vinna titil strax á sínu fyrsta ári saman. En þeir blésu á allt slíkt tal, jafnvel þótt að liðinu hafi gengið fremur illa í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar. Þeir kláruðu þetta með stæl í gær og muna fáir í dag eftir leikjunum við Atlanta Hawks. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Boston Celtics varð í nótt NBA-meistari í sautjánda sinn í sögunni eftir 4-2 sigur á Los Angeles Lakers í úrslitarimmu liðanna. Boston hreinlega slátraði Lakers í sjötta leik liðanna í nótt, 131-92. Paul Pierce var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann hefur í öll sín níu ár í NBA-deildinni leikið með Boston. Þetta var fyrsti titill hans með liðinu sem og fyrsti titill þeirra Ray Allen og Kevin Garnett. Mikil geðshræring greip um sig í liði Boston eftir leik og sá síðastnefndi náði varla að klára sjónvarpsviðtal eftir leik. 22 ár eru liðin síðan að Boston varð síðast meistari í NBA-deildinni en margir af gömlu hetjunum voru á leiknum í gær, til að mynda Bill Russell og John Havlicek. Gamli þjálfari Celtic, Red Auerbach, lést árið 2006 en minning hans var heiðruð í gær. Leikmenn og Doc Rivers, þjálfari Celtic í dag, minntust hans með hlýlegum orðum. Hann vann níu NBA-meistaratitla á sínum ferli en síðan þá hefur Phil Jackson jafnað það met. Boston kom í gær fyrir að Jackson ynni sinn tíunda meistaratitil en hann er nú þjálfari LA Lakers. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum og yfirspiluðu Lakers nánast frá fyrstu mínútu. Engu að síður náði Boston ekki að hrista Lakers af sér fyrr en um miðjan annan leikhluta. Staðan var þá 32-29 en þá setti Boston niður tvo þrista í röð og litu aldrei til baka eftir það. Staðan í hálfleik var 58-35 og samtals vann Boston annan leikhluta með 34 stigum gegn fimmtán. Boston var með bensínið í botni allan síðari hálfleik og Lakers átti aldrei minnsta möguleika á að minnka muninn verulega. Kevin Garnett og Ray Allen voru með 26 stig hver í leiknum en Garnett tók fjórtán fráköst í leiknum. Allen hitti úr sjö af níu þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum. Rajon Rondo var með 21 stig og Paul Pierce með sautján og tíu stoðsendingar. Kobe Bryant var með 22 stig í leiknum, Lamar Odom fjórtán og tíu fráköst. Jordan Farmar var með tólf stig. Lakers tók aðeins tvö sóknarfráköst í öllum leiknum og þau komu bæði undir lok leiksins þegar að Boston var löngu búið að vinna leikinn. Boston tók fjórtán sóknarfráköst og tapaði sjö boltum en Lakers tapaði nítján boltum. Doc Rivers á meira en 1500 leiki að baki í NBA-deildinni sem leikmaður og þjálfari en vann í gær sinn fyrsta meistaratitil. Þríeykið Pierce, Allen og Garnett þótti minna mikið á gamla þríeykið hjá Boston þegar liðið var upp á sitt besta fyrir tveimur áratugum - Larry Bird, Kevin McHale og Robert Parish - en margir efuðust um að þeim tækist að vinna titil strax á sínu fyrsta ári saman. En þeir blésu á allt slíkt tal, jafnvel þótt að liðinu hafi gengið fremur illa í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar. Þeir kláruðu þetta með stæl í gær og muna fáir í dag eftir leikjunum við Atlanta Hawks.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira