Íslendingur fundinn sekur í Færeyjum Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 12. apríl 2008 00:01 Birgir Páll og Olavur Jákup Kristoffersen verjandi hans í réttarsal. TEIKNING: JANUS GUTTESEN Kviðdómur í Færeyjum komst að þeirri niðurstöðu síðdegis í gær að 25 ára Íslendingur í Færeyjum, Birgir Páll Marteinsson, væri sekur um vörslu á fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Þyngd refsingar hafði ekki verið ákvörðuð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Pólstjörnumálið snerist um smygl á um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku, með viðkomu í Færeyjum, hingað til lands. Tveir menn sigldu skútunni með efnunum, en sex menn voru síðan dæmdir vegna málsins. Birgir var fundinn sekur um að hafa efnin í vörslu sinni hluta þess tíma sem tveir af smyglurunum, þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, voru í Færeyjum. Þá var Birgir fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að smygla efnunum á þessum tíma með því að hafa á ýmsan hátt hjálpað skútumönnunum áður en þeir héldu för sinni áfram hingað til lands. Loks var hann sakfelldur fyrir að hafa tekið á móti miklu magni amfetamíns og e-töfludufts sem átti að fara til ónafngreinds manns í Færeyjum. Það ríkti mikill kvíði hjá Birgi og aðstandendum hans í Færeyjum í gærkvöld, þegar beðið var úrskurðar kviðdóms og dómara um þyngd refsingarinnar. „Sonur minn skilur þetta ekki, þetta er eins og að lenda í hakkavél,“ sagði Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Birgis. „Þegar þessir drengir komu til hans og hann vissi hvað var í gangi þá var hann kominn inn í aðstæður sem hann réði ekkert við. Hann varð einfaldlega hræddur. Það er ekkert elsku mamma í fíkniefnaheiminum og hann ætlaði hvorki að fara að leggja vini sína né ættingja heima á Íslandi í hættu. Hann lagði sig í líma að losna við mennina í burtu þegar hann vissi hvers kyns var.“ Nær hálfs árs einangrunarvist sem Birgir mátti sæta hefur verið gagnrýnd. Færeyjadeild Amnesty International hyggst í kjölfarið kanna hversu mikið einangrun er nýtt sem úrræði í færeyskum fangelsum. Pólstjörnumálið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Kviðdómur í Færeyjum komst að þeirri niðurstöðu síðdegis í gær að 25 ára Íslendingur í Færeyjum, Birgir Páll Marteinsson, væri sekur um vörslu á fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Þyngd refsingar hafði ekki verið ákvörðuð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Pólstjörnumálið snerist um smygl á um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku, með viðkomu í Færeyjum, hingað til lands. Tveir menn sigldu skútunni með efnunum, en sex menn voru síðan dæmdir vegna málsins. Birgir var fundinn sekur um að hafa efnin í vörslu sinni hluta þess tíma sem tveir af smyglurunum, þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, voru í Færeyjum. Þá var Birgir fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að smygla efnunum á þessum tíma með því að hafa á ýmsan hátt hjálpað skútumönnunum áður en þeir héldu för sinni áfram hingað til lands. Loks var hann sakfelldur fyrir að hafa tekið á móti miklu magni amfetamíns og e-töfludufts sem átti að fara til ónafngreinds manns í Færeyjum. Það ríkti mikill kvíði hjá Birgi og aðstandendum hans í Færeyjum í gærkvöld, þegar beðið var úrskurðar kviðdóms og dómara um þyngd refsingarinnar. „Sonur minn skilur þetta ekki, þetta er eins og að lenda í hakkavél,“ sagði Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Birgis. „Þegar þessir drengir komu til hans og hann vissi hvað var í gangi þá var hann kominn inn í aðstæður sem hann réði ekkert við. Hann varð einfaldlega hræddur. Það er ekkert elsku mamma í fíkniefnaheiminum og hann ætlaði hvorki að fara að leggja vini sína né ættingja heima á Íslandi í hættu. Hann lagði sig í líma að losna við mennina í burtu þegar hann vissi hvers kyns var.“ Nær hálfs árs einangrunarvist sem Birgir mátti sæta hefur verið gagnrýnd. Færeyjadeild Amnesty International hyggst í kjölfarið kanna hversu mikið einangrun er nýtt sem úrræði í færeyskum fangelsum.
Pólstjörnumálið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira