Exista tapaði tæpum 13 milljörðum á þriðja fjórðungi 27. nóvember 2008 10:59 Forstjórar Existu ásamt stjórnarformanninum á milli þeirra. Mynd/GVA Exista tapaði 87,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður félagsins 7,4 milljónum evra. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings. Eign félagsins í bankanum gufaði upp nokkrum dögum síðar þegar ríkið tók hann yfir í kjölfar ríkisvæðingar Glitnis um mánaðamótin september-október. Tap Existu í íslenskum krónum á fjórðungnum nam tæpum 12,8 milljörðum króna miðað við gengu krónu gagnvart evru í enda september. Rekstrarhagnaður var á tímabilinu upp á 21,2 milljónir evra en var 107,5 milljónir árið á undan. Samdrátturinn nemur áttatíu prósentum. Þá nam tapið á fyrstu níu mánuðum ársins 170 milljónum evra. Það jafngildir 24,7 milljörðum króna á gengi krónu gagnvart evru í lok september. Á sama tíma árið á undan nam hagnaðurinn hins vegar 869,5 milljónum evra. Heildareignir Existu voru 6.276 milljónir evra í lok september og höfðu lækkað um 1.735 milljónir frá áramótum. Það jafngildir 21,6 prósenta lækkun. Heildarskuldir nám 4.289 milljónum evra og höfðu lækkað um 24 prósent frá áramótum. Þá nam bókfært eigið fé 1.987 milljónum evra, sem er 381 milljón minna en í byrjun árs. Eiginfjárhlutfall var 35,9 prósent. Í enda september hafði félagið tryggt lausafé til að mæta endurfjármögnun til næstu 51 viku og nægt lausafé til að standa við skuldbindingar til loka þriðja ársfjórðungs 2009. Eins og áður sagði breyttist efnahagsreikningur Existu stórlega eftir þriðja ársfjórðung. Eftir að bresk fjármálayfirvöld tóku yfir rekstur dótturfélags Kaupþings í Bretlandi greip Fjármálaeftirlitið inn í rekstur bankans hér 9. október síðastliðinn. Það hafði veruleg áhrif á stöðu Existu, sem þá var stærsti hluthafi félagsins. Eign þess, sem var óveðsett, gufaði upp, og seldi félagið í kjölfarið eignir sínar í finnska fjármálafélaginu Sampo og Storebrand. Þá keyptu bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir Bakkavör undan Existu í sama mánuði. Stærstu eignir Existu nú eru Skípti, VÍS og Lýsing. Exista samþykkti á sérstökum hluthafafundi í lok október að afskrá félagið og verður af því í næsta mánuði. Uppgjör Existu Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Exista tapaði 87,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður félagsins 7,4 milljónum evra. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings. Eign félagsins í bankanum gufaði upp nokkrum dögum síðar þegar ríkið tók hann yfir í kjölfar ríkisvæðingar Glitnis um mánaðamótin september-október. Tap Existu í íslenskum krónum á fjórðungnum nam tæpum 12,8 milljörðum króna miðað við gengu krónu gagnvart evru í enda september. Rekstrarhagnaður var á tímabilinu upp á 21,2 milljónir evra en var 107,5 milljónir árið á undan. Samdrátturinn nemur áttatíu prósentum. Þá nam tapið á fyrstu níu mánuðum ársins 170 milljónum evra. Það jafngildir 24,7 milljörðum króna á gengi krónu gagnvart evru í lok september. Á sama tíma árið á undan nam hagnaðurinn hins vegar 869,5 milljónum evra. Heildareignir Existu voru 6.276 milljónir evra í lok september og höfðu lækkað um 1.735 milljónir frá áramótum. Það jafngildir 21,6 prósenta lækkun. Heildarskuldir nám 4.289 milljónum evra og höfðu lækkað um 24 prósent frá áramótum. Þá nam bókfært eigið fé 1.987 milljónum evra, sem er 381 milljón minna en í byrjun árs. Eiginfjárhlutfall var 35,9 prósent. Í enda september hafði félagið tryggt lausafé til að mæta endurfjármögnun til næstu 51 viku og nægt lausafé til að standa við skuldbindingar til loka þriðja ársfjórðungs 2009. Eins og áður sagði breyttist efnahagsreikningur Existu stórlega eftir þriðja ársfjórðung. Eftir að bresk fjármálayfirvöld tóku yfir rekstur dótturfélags Kaupþings í Bretlandi greip Fjármálaeftirlitið inn í rekstur bankans hér 9. október síðastliðinn. Það hafði veruleg áhrif á stöðu Existu, sem þá var stærsti hluthafi félagsins. Eign þess, sem var óveðsett, gufaði upp, og seldi félagið í kjölfarið eignir sínar í finnska fjármálafélaginu Sampo og Storebrand. Þá keyptu bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir Bakkavör undan Existu í sama mánuði. Stærstu eignir Existu nú eru Skípti, VÍS og Lýsing. Exista samþykkti á sérstökum hluthafafundi í lok október að afskrá félagið og verður af því í næsta mánuði. Uppgjör Existu
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira