Handbolti

Markús Máni lék í stórsigri Vals

Elvar Geir Magnússon skrifar
Markús var kjörinn besti leikmaður efstu deildar á lokahófi HSÍ 2007 en lagði skóna síðan á hilluna. Þeir voru hinsvegar teknir fram að nýju í kvöld.
Markús var kjörinn besti leikmaður efstu deildar á lokahófi HSÍ 2007 en lagði skóna síðan á hilluna. Þeir voru hinsvegar teknir fram að nýju í kvöld.

Valsmenn eru komnir í undanúrslit Eimskips-bikars karla í handbolta. Þeir unnu stórsigur á útivelli gegn erkifjendum sínum í Fram 30-21 í Safamýri í kvöld.

Markús Máni Michaelsson kom við sögu hjá Val í leiknum en margir leikmenn Hlíðarendaliðsins eru á meiðslalista. Þá var skilið eftir pláss á skýrslunni fyrir Dag Sigurðsson en ekki var þörf fyrir krafta hans.

Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur og náðu fljótt góðu forskoti. Framarar vöknuðu aðeins til lífsins en þeir rauðklæddu þó með örugga forystu í hálfleik, staðan 10-15.

Valur hafði leikinn í sínum höndum í seinni hálfleik og vann á endanum níu marka sigur. Baldvin Þorsteinsson var markahæstur í liði Vals með átta mörk en hjá Fram var Haraldur Þorvarðarson með sjö mörk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×