Víðfeðm verðbólga 23. júlí 2008 09:56 Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að eftirspurn frá nýmarkaðshagkerfum sé farið að hafa verðhækkunaráhrif á markaði. markaðurinn/anton „Verðbólga er á uppleið í heiminum vegna hækkunar á hrávörum sem á einn eða annan hátt tengist hækkun olíuverðs,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Björn telur að aukin eftirspurn frá Asíu og öðrum nýmarkaðshagkerfum sé farin að hafa verðhækkunaráhrif þar sem fleiri og fleiri vilja nota olíu en á sama tíma eykst framboð ekki jafnhratt. Hann bendir jafnframt á að olía er notuð við framleiðslu margra afurða og þegar olíuverð tvöfaldast á jafnskömmum tíma þá hefur það víðtæk áhrif á hagkerfi heimsins. Spurður um stöðu Íslands segir Björn að hagkerfið hafi fengið óvenjusnöggan viðsnúning í efnahagslífinu og þá sérstaklega á gjaldeyrismarkaði sem hefur haft mikla verðbólgu í för með sér sem kemur til viðbótar alþjóðlegum verðhækkunum á hrávörum. Markaðsaðilar virðast tengja Ísland og verðbólgu saman um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan setti Ísland nýverið á lista ásamt Úkraínu, Víetnam og Ungverjalandi yfir lönd þar sem fjárhagslegum stöðugleika er ógnað af stjórnlausri verðbólgu. Tólf mánaða verðbólga mældist 12,7 prósent í júní og hefur ekki mælst meiri frá því í ágúst árið 1990. Hagstofa Íslands gefur út nýjar tölur um verðbólgu á föstudaginn næstkomandi. Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir því að verðbólga muni halda áfram að aukast hér innanlands fram á haustið en muni gefa eftir í lok þessa árs og byrjun þess næsta. Í samanburði við ríki heimsins kemur í ljós að verðbólga á Íslandi er nær því sem tíðkast í Mið-Austurlöndum. Af stærri ríkjum heimsins býr Rússland einungis við viðlíka verðbólgutölur og Ísland um þessar mundir. -bþa Héðan og þaðan Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
„Verðbólga er á uppleið í heiminum vegna hækkunar á hrávörum sem á einn eða annan hátt tengist hækkun olíuverðs,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Björn telur að aukin eftirspurn frá Asíu og öðrum nýmarkaðshagkerfum sé farin að hafa verðhækkunaráhrif þar sem fleiri og fleiri vilja nota olíu en á sama tíma eykst framboð ekki jafnhratt. Hann bendir jafnframt á að olía er notuð við framleiðslu margra afurða og þegar olíuverð tvöfaldast á jafnskömmum tíma þá hefur það víðtæk áhrif á hagkerfi heimsins. Spurður um stöðu Íslands segir Björn að hagkerfið hafi fengið óvenjusnöggan viðsnúning í efnahagslífinu og þá sérstaklega á gjaldeyrismarkaði sem hefur haft mikla verðbólgu í för með sér sem kemur til viðbótar alþjóðlegum verðhækkunum á hrávörum. Markaðsaðilar virðast tengja Ísland og verðbólgu saman um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan setti Ísland nýverið á lista ásamt Úkraínu, Víetnam og Ungverjalandi yfir lönd þar sem fjárhagslegum stöðugleika er ógnað af stjórnlausri verðbólgu. Tólf mánaða verðbólga mældist 12,7 prósent í júní og hefur ekki mælst meiri frá því í ágúst árið 1990. Hagstofa Íslands gefur út nýjar tölur um verðbólgu á föstudaginn næstkomandi. Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir því að verðbólga muni halda áfram að aukast hér innanlands fram á haustið en muni gefa eftir í lok þessa árs og byrjun þess næsta. Í samanburði við ríki heimsins kemur í ljós að verðbólga á Íslandi er nær því sem tíðkast í Mið-Austurlöndum. Af stærri ríkjum heimsins býr Rússland einungis við viðlíka verðbólgutölur og Ísland um þessar mundir. -bþa
Héðan og þaðan Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira