Víðfeðm verðbólga 23. júlí 2008 09:56 Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að eftirspurn frá nýmarkaðshagkerfum sé farið að hafa verðhækkunaráhrif á markaði. markaðurinn/anton „Verðbólga er á uppleið í heiminum vegna hækkunar á hrávörum sem á einn eða annan hátt tengist hækkun olíuverðs,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Björn telur að aukin eftirspurn frá Asíu og öðrum nýmarkaðshagkerfum sé farin að hafa verðhækkunaráhrif þar sem fleiri og fleiri vilja nota olíu en á sama tíma eykst framboð ekki jafnhratt. Hann bendir jafnframt á að olía er notuð við framleiðslu margra afurða og þegar olíuverð tvöfaldast á jafnskömmum tíma þá hefur það víðtæk áhrif á hagkerfi heimsins. Spurður um stöðu Íslands segir Björn að hagkerfið hafi fengið óvenjusnöggan viðsnúning í efnahagslífinu og þá sérstaklega á gjaldeyrismarkaði sem hefur haft mikla verðbólgu í för með sér sem kemur til viðbótar alþjóðlegum verðhækkunum á hrávörum. Markaðsaðilar virðast tengja Ísland og verðbólgu saman um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan setti Ísland nýverið á lista ásamt Úkraínu, Víetnam og Ungverjalandi yfir lönd þar sem fjárhagslegum stöðugleika er ógnað af stjórnlausri verðbólgu. Tólf mánaða verðbólga mældist 12,7 prósent í júní og hefur ekki mælst meiri frá því í ágúst árið 1990. Hagstofa Íslands gefur út nýjar tölur um verðbólgu á föstudaginn næstkomandi. Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir því að verðbólga muni halda áfram að aukast hér innanlands fram á haustið en muni gefa eftir í lok þessa árs og byrjun þess næsta. Í samanburði við ríki heimsins kemur í ljós að verðbólga á Íslandi er nær því sem tíðkast í Mið-Austurlöndum. Af stærri ríkjum heimsins býr Rússland einungis við viðlíka verðbólgutölur og Ísland um þessar mundir. -bþa Héðan og þaðan Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
„Verðbólga er á uppleið í heiminum vegna hækkunar á hrávörum sem á einn eða annan hátt tengist hækkun olíuverðs,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Björn telur að aukin eftirspurn frá Asíu og öðrum nýmarkaðshagkerfum sé farin að hafa verðhækkunaráhrif þar sem fleiri og fleiri vilja nota olíu en á sama tíma eykst framboð ekki jafnhratt. Hann bendir jafnframt á að olía er notuð við framleiðslu margra afurða og þegar olíuverð tvöfaldast á jafnskömmum tíma þá hefur það víðtæk áhrif á hagkerfi heimsins. Spurður um stöðu Íslands segir Björn að hagkerfið hafi fengið óvenjusnöggan viðsnúning í efnahagslífinu og þá sérstaklega á gjaldeyrismarkaði sem hefur haft mikla verðbólgu í för með sér sem kemur til viðbótar alþjóðlegum verðhækkunum á hrávörum. Markaðsaðilar virðast tengja Ísland og verðbólgu saman um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan setti Ísland nýverið á lista ásamt Úkraínu, Víetnam og Ungverjalandi yfir lönd þar sem fjárhagslegum stöðugleika er ógnað af stjórnlausri verðbólgu. Tólf mánaða verðbólga mældist 12,7 prósent í júní og hefur ekki mælst meiri frá því í ágúst árið 1990. Hagstofa Íslands gefur út nýjar tölur um verðbólgu á föstudaginn næstkomandi. Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir því að verðbólga muni halda áfram að aukast hér innanlands fram á haustið en muni gefa eftir í lok þessa árs og byrjun þess næsta. Í samanburði við ríki heimsins kemur í ljós að verðbólga á Íslandi er nær því sem tíðkast í Mið-Austurlöndum. Af stærri ríkjum heimsins býr Rússland einungis við viðlíka verðbólgutölur og Ísland um þessar mundir. -bþa
Héðan og þaðan Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira