Ragnari Magnússyni var líka hótað um helgina Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2008 13:59 Ragnar Magnússon athafnamaður segist hafa fengið hótanir um helgina. Mynd/Stöð 2. Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. Í Kompási í kvöld er fjallað um handrukkara og átök sem áttu sér stað á milli Benjamíns og Ragnars í sumar. Benjamín fór fram á lögbann á þáttinn en Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri kröfu. Jóhannesi barst svo líflátshótun um helgina, sem hann telur að tengist þættinum, eins og greint var frá á Vísi í morgun. „Já, bróðir minn var að segja mér þetta rétt áðan bara," sagði Benjamín þegar Vísir spurði hvort hann hefði heyrt af hótuninni í garð Jóhannesar. Hann sagðist ekki vita hver stæði fyrir hótuninni. „Er þetta ekki bara Ragnar sjálfur. Maðurinn er bara að reyna að láta mig líta illa út. Hann er bara svoleiðis týpa," segir Benjamín. Benjamín fullyrðir að enginn sem tengist honum hafi staðið að hótuninni. Ragnar segist sjálfur hafa fengið hótanir um helgina. „Ég fékk þau skilaboð í gegnum þriðja aðila að hann ætlaði að ganga frá mér," segir Ragnar. Hann vísar alfarið á bug fullyrðingum Benjamíns um að hótanirnar sem Jóhannesi bárust hafi verið frá sér komnar. „Þetta er bara eins heimskulegt og það hljómar," segir Ragnar. Hann segist sjálfur hafa frétt fyrst um hótanirnar í garð Jóhannesar þegar hann las um þær á Vísi. Ragnar segist telja að Benjamín standi fyrir þessum hótunum. Kompás er sýndur í opinni dagskrá í kvöld, strax á eftir fréttum og Íslandi í dag. Handrukkun Tengdar fréttir Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37 Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56 Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Sjá meira
Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. Í Kompási í kvöld er fjallað um handrukkara og átök sem áttu sér stað á milli Benjamíns og Ragnars í sumar. Benjamín fór fram á lögbann á þáttinn en Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri kröfu. Jóhannesi barst svo líflátshótun um helgina, sem hann telur að tengist þættinum, eins og greint var frá á Vísi í morgun. „Já, bróðir minn var að segja mér þetta rétt áðan bara," sagði Benjamín þegar Vísir spurði hvort hann hefði heyrt af hótuninni í garð Jóhannesar. Hann sagðist ekki vita hver stæði fyrir hótuninni. „Er þetta ekki bara Ragnar sjálfur. Maðurinn er bara að reyna að láta mig líta illa út. Hann er bara svoleiðis týpa," segir Benjamín. Benjamín fullyrðir að enginn sem tengist honum hafi staðið að hótuninni. Ragnar segist sjálfur hafa fengið hótanir um helgina. „Ég fékk þau skilaboð í gegnum þriðja aðila að hann ætlaði að ganga frá mér," segir Ragnar. Hann vísar alfarið á bug fullyrðingum Benjamíns um að hótanirnar sem Jóhannesi bárust hafi verið frá sér komnar. „Þetta er bara eins heimskulegt og það hljómar," segir Ragnar. Hann segist sjálfur hafa frétt fyrst um hótanirnar í garð Jóhannesar þegar hann las um þær á Vísi. Ragnar segist telja að Benjamín standi fyrir þessum hótunum. Kompás er sýndur í opinni dagskrá í kvöld, strax á eftir fréttum og Íslandi í dag.
Handrukkun Tengdar fréttir Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37 Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56 Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Sjá meira
Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37
Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56
Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25