Lakers burstaði meistarana 24. maí 2008 05:08 Los Angeles Lakers hefur náð 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA eftir 101-71 stórsigur á meisturum San Antonio í öðrum leik liðanna í nótt. Smelltu á hnappinn hér fyrir ofan til að sjá glefsur úr leiknum af heimasíðu NBA deildarinnar. Leikurinn var í jafnvægi framan af en Lakers-liðið tók góða 9-0 rispu í blálokin á fyrri hálfleiknum og hafði yfir 46-37 í leikhlé. Í síðari hálfleik jókst munurinn enn og Gregg Popovich skipti sínum bestu mönnum af velli þegar skammt var liðið á fjórða leikhlutann. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 22 stig, Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Jordan Farmar skoraði 14 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 13 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan 12, en enginn annar leikmaður San Antonio skoraði meira en 10 stig. Þeir Parker og Duncan léku ágætlega framan af leiknum, en Argentínumaðurinn Manu Ginobili náði sér aldrei á strik frekar en í fyrri leiknum - og sömu sögu mátti segja um flesta leikmenn meistaranna. Tölfræði leiksins "Við vitum að við erum góðir á heimavelli, en það þýðir ekki að við séum sáttir við að lenda undir 2-0. Annað hvort klárum við nú heimaleikina okkar og gerum einvígi úr þessu eða við erum úr leik," sagði Tim Duncan eftir leikinn. San Antonio hefur unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni til þessa og hefur raunar unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum á heimavelli í öllum keppnum. Liðið lenti í þessari sömu 0-2 stöðu gegn New Orleans í umferðinni á undan, en náðu þá að koma til baka og vinna einvígið 4-3. "Þeir voru þreyttir" "Ekkert markvert gerist í úrslitakeppninni fyrr en einhver vinnur á útivelli. Nú verðum við að fara og reyna að vinna þá á útivelli," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég held að San Antonio liðið hafi verið nokkuð frá sínu besta í kvöld og þeir voru kannski þreyttir. Ég á von á allt öðrum leik frá þeim á þeirra heimavelli," sagði Jackson. Gregg Popovich þjálfari San Antonio tók í svipaðan streng. "Jú, ætli þeir hafi ekki verið dálítið þreyttir, en þá tek ég ekkert af Lakers-liðinu sem spilaði vel. Við þurfum sannarlega á betri hlutum að halda frá leikmönnum okkar og verðum að gera miklu betur ef við eigum að gera eitthvað í þessu einvígi," sagði Popovich. "Mér að kenna" Manu Ginobili var slakur í leiknum í nótt eins og áður sagði og hefur nú aðeins hitt úr 5 af 21 skoti sínu utan af velli í rimmunni. Hann lofar að taka sig á í næsta leik. "Ég kenni mér um þessi töp og staðan í einvíginu ætti sannarlega að vera 1-1. Ég er ekki þreyttur andlega og ég verð að fara að spila eins og maður. Þetta verður allt annað í þriðja leiknum," lofaði Argentínumaðurinn. Detroit-Boston í beinni í nótt Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í San Antonio á sunnudagskvöldið, en í nótt verður þriðji leikur Detroit og Boston í úrslitum Austurdeildar sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 0:30 eftir miðnætti. Staðan þar er jöfn 1-1 efir tvo fyrstu leikina í Boston, en næstu tveir fara fram í Detroit. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Los Angeles Lakers hefur náð 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA eftir 101-71 stórsigur á meisturum San Antonio í öðrum leik liðanna í nótt. Smelltu á hnappinn hér fyrir ofan til að sjá glefsur úr leiknum af heimasíðu NBA deildarinnar. Leikurinn var í jafnvægi framan af en Lakers-liðið tók góða 9-0 rispu í blálokin á fyrri hálfleiknum og hafði yfir 46-37 í leikhlé. Í síðari hálfleik jókst munurinn enn og Gregg Popovich skipti sínum bestu mönnum af velli þegar skammt var liðið á fjórða leikhlutann. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 22 stig, Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Jordan Farmar skoraði 14 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 13 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan 12, en enginn annar leikmaður San Antonio skoraði meira en 10 stig. Þeir Parker og Duncan léku ágætlega framan af leiknum, en Argentínumaðurinn Manu Ginobili náði sér aldrei á strik frekar en í fyrri leiknum - og sömu sögu mátti segja um flesta leikmenn meistaranna. Tölfræði leiksins "Við vitum að við erum góðir á heimavelli, en það þýðir ekki að við séum sáttir við að lenda undir 2-0. Annað hvort klárum við nú heimaleikina okkar og gerum einvígi úr þessu eða við erum úr leik," sagði Tim Duncan eftir leikinn. San Antonio hefur unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni til þessa og hefur raunar unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum á heimavelli í öllum keppnum. Liðið lenti í þessari sömu 0-2 stöðu gegn New Orleans í umferðinni á undan, en náðu þá að koma til baka og vinna einvígið 4-3. "Þeir voru þreyttir" "Ekkert markvert gerist í úrslitakeppninni fyrr en einhver vinnur á útivelli. Nú verðum við að fara og reyna að vinna þá á útivelli," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég held að San Antonio liðið hafi verið nokkuð frá sínu besta í kvöld og þeir voru kannski þreyttir. Ég á von á allt öðrum leik frá þeim á þeirra heimavelli," sagði Jackson. Gregg Popovich þjálfari San Antonio tók í svipaðan streng. "Jú, ætli þeir hafi ekki verið dálítið þreyttir, en þá tek ég ekkert af Lakers-liðinu sem spilaði vel. Við þurfum sannarlega á betri hlutum að halda frá leikmönnum okkar og verðum að gera miklu betur ef við eigum að gera eitthvað í þessu einvígi," sagði Popovich. "Mér að kenna" Manu Ginobili var slakur í leiknum í nótt eins og áður sagði og hefur nú aðeins hitt úr 5 af 21 skoti sínu utan af velli í rimmunni. Hann lofar að taka sig á í næsta leik. "Ég kenni mér um þessi töp og staðan í einvíginu ætti sannarlega að vera 1-1. Ég er ekki þreyttur andlega og ég verð að fara að spila eins og maður. Þetta verður allt annað í þriðja leiknum," lofaði Argentínumaðurinn. Detroit-Boston í beinni í nótt Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í San Antonio á sunnudagskvöldið, en í nótt verður þriðji leikur Detroit og Boston í úrslitum Austurdeildar sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 0:30 eftir miðnætti. Staðan þar er jöfn 1-1 efir tvo fyrstu leikina í Boston, en næstu tveir fara fram í Detroit. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira