Sjóðsstjórar Bear Stearns handteknir 19. júní 2008 14:25 Utan við höfuðstöðvar Bear Stearns í New York. Starfsemi bankans hefur nú verið innlimuð í JP Morgan. Mynd/AFP Tveir fyrrum stjóðsstjórar hjá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns voru handteknir í morgun vegna gruns um sviksamlegt athæfi í verðbréfaviðskiptum og fyrir að leyna upplýsingum. Þeir eru taldir hafa með ábyrgðalausum hætti hafa valdið því að sjóðir þeirra lentu í þroti en það leiddi meðal annars til gjaldþrots Bear Stearns. Bandaríski keppinautur bankans, JP Morgan, keypti Bear Stearns í mars í sameiginlegum björgunaraðgerðum ásamt bandaríska seðlabankanum. Með kaupunum var bankanum forðað frá gjaldþroti. Stjóðsstjórarnir eru meðal annars grunaðir um að hafa hliðrað sér hjá því að gefa viðskiptavini sína áreiðanlegar og réttar upplýsingar um svokölluð undirmálslán og skuldabréfavafninga þeim tengdum. Hrun á undirmálslánamarkaði í Bandaríkjunum er einn þeirra þátta sem hlut eiga að þeim þrengingum sem verið hafa á fjármálamörkuðum frá miðju síðasta ári. Taldar eru líkur á því að sjóðsstjórarnir fyrrverandi geti svipt hulunni af því hvort stjórnendur bankans hafi vitað af slæmri lausafjárstöðu nokkru áður en ljóst var hvert stefndi. Þá eru stjórnendur jafnframt sakaðir um að hafa logið að hluthöfum um stöðu bankans áður en hann lenti í þroti, að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tveir fyrrum stjóðsstjórar hjá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns voru handteknir í morgun vegna gruns um sviksamlegt athæfi í verðbréfaviðskiptum og fyrir að leyna upplýsingum. Þeir eru taldir hafa með ábyrgðalausum hætti hafa valdið því að sjóðir þeirra lentu í þroti en það leiddi meðal annars til gjaldþrots Bear Stearns. Bandaríski keppinautur bankans, JP Morgan, keypti Bear Stearns í mars í sameiginlegum björgunaraðgerðum ásamt bandaríska seðlabankanum. Með kaupunum var bankanum forðað frá gjaldþroti. Stjóðsstjórarnir eru meðal annars grunaðir um að hafa hliðrað sér hjá því að gefa viðskiptavini sína áreiðanlegar og réttar upplýsingar um svokölluð undirmálslán og skuldabréfavafninga þeim tengdum. Hrun á undirmálslánamarkaði í Bandaríkjunum er einn þeirra þátta sem hlut eiga að þeim þrengingum sem verið hafa á fjármálamörkuðum frá miðju síðasta ári. Taldar eru líkur á því að sjóðsstjórarnir fyrrverandi geti svipt hulunni af því hvort stjórnendur bankans hafi vitað af slæmri lausafjárstöðu nokkru áður en ljóst var hvert stefndi. Þá eru stjórnendur jafnframt sakaðir um að hafa logið að hluthöfum um stöðu bankans áður en hann lenti í þroti, að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira