Ferrari vill losna undan einræði Ecclestone 18. desember 2008 10:44 Luca Montezemolo, forseti Ferrari á Ítalíu. Mynd: Getty Images Luca Montezemolo vill meira gegnsæi í málefnum Formúlu 1 og vill að Bernie Ecclestone losi um leyndardómanna sem fylgja rekstri íþróttarinnar á heimsvísu. "Það er ekkert eðlilegt við það að við lesum um hvaða mót verða á dagskrá á næsta ári í blöðum, eða að búið sé að fella Kanada af dagskrá. Það er engin keppni í Norður Ameríku og mót sett upp í fjarlægum löndum án þess að við höfum nokkuð um það að segja", sagði Montezemolo á fundi með fréttamönnum í Maranello á Ítalíu. "Ég þakka Guði fyrir efnahagskreppnuna, því nú þurfa menn virkilega að skoða hvað er í gangi. Þetta er ekki leikur, Formúla 1 er mitt líf. Við þurfum líka að lækka miðaverðið mótin og halda mótum á gömlum og góðum brautum." "Við erum þessa dagana að skera niður rekstrarkostnað og um leið og því verki er lokið, þá þurfum við að ræða við Ecclestone um innkomu liðanna af sjónvarpsréttinum. Það þarf meira gegnsæi í allt sem viðkemur fjármálum í Formúlu 1. Við eigum að vinna betur saman að vexti íþróttarinnar", sagði Montezemolo. Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Luca Montezemolo vill meira gegnsæi í málefnum Formúlu 1 og vill að Bernie Ecclestone losi um leyndardómanna sem fylgja rekstri íþróttarinnar á heimsvísu. "Það er ekkert eðlilegt við það að við lesum um hvaða mót verða á dagskrá á næsta ári í blöðum, eða að búið sé að fella Kanada af dagskrá. Það er engin keppni í Norður Ameríku og mót sett upp í fjarlægum löndum án þess að við höfum nokkuð um það að segja", sagði Montezemolo á fundi með fréttamönnum í Maranello á Ítalíu. "Ég þakka Guði fyrir efnahagskreppnuna, því nú þurfa menn virkilega að skoða hvað er í gangi. Þetta er ekki leikur, Formúla 1 er mitt líf. Við þurfum líka að lækka miðaverðið mótin og halda mótum á gömlum og góðum brautum." "Við erum þessa dagana að skera niður rekstrarkostnað og um leið og því verki er lokið, þá þurfum við að ræða við Ecclestone um innkomu liðanna af sjónvarpsréttinum. Það þarf meira gegnsæi í allt sem viðkemur fjármálum í Formúlu 1. Við eigum að vinna betur saman að vexti íþróttarinnar", sagði Montezemolo.
Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira