Ferrari vill losna undan einræði Ecclestone 18. desember 2008 10:44 Luca Montezemolo, forseti Ferrari á Ítalíu. Mynd: Getty Images Luca Montezemolo vill meira gegnsæi í málefnum Formúlu 1 og vill að Bernie Ecclestone losi um leyndardómanna sem fylgja rekstri íþróttarinnar á heimsvísu. "Það er ekkert eðlilegt við það að við lesum um hvaða mót verða á dagskrá á næsta ári í blöðum, eða að búið sé að fella Kanada af dagskrá. Það er engin keppni í Norður Ameríku og mót sett upp í fjarlægum löndum án þess að við höfum nokkuð um það að segja", sagði Montezemolo á fundi með fréttamönnum í Maranello á Ítalíu. "Ég þakka Guði fyrir efnahagskreppnuna, því nú þurfa menn virkilega að skoða hvað er í gangi. Þetta er ekki leikur, Formúla 1 er mitt líf. Við þurfum líka að lækka miðaverðið mótin og halda mótum á gömlum og góðum brautum." "Við erum þessa dagana að skera niður rekstrarkostnað og um leið og því verki er lokið, þá þurfum við að ræða við Ecclestone um innkomu liðanna af sjónvarpsréttinum. Það þarf meira gegnsæi í allt sem viðkemur fjármálum í Formúlu 1. Við eigum að vinna betur saman að vexti íþróttarinnar", sagði Montezemolo. Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Luca Montezemolo vill meira gegnsæi í málefnum Formúlu 1 og vill að Bernie Ecclestone losi um leyndardómanna sem fylgja rekstri íþróttarinnar á heimsvísu. "Það er ekkert eðlilegt við það að við lesum um hvaða mót verða á dagskrá á næsta ári í blöðum, eða að búið sé að fella Kanada af dagskrá. Það er engin keppni í Norður Ameríku og mót sett upp í fjarlægum löndum án þess að við höfum nokkuð um það að segja", sagði Montezemolo á fundi með fréttamönnum í Maranello á Ítalíu. "Ég þakka Guði fyrir efnahagskreppnuna, því nú þurfa menn virkilega að skoða hvað er í gangi. Þetta er ekki leikur, Formúla 1 er mitt líf. Við þurfum líka að lækka miðaverðið mótin og halda mótum á gömlum og góðum brautum." "Við erum þessa dagana að skera niður rekstrarkostnað og um leið og því verki er lokið, þá þurfum við að ræða við Ecclestone um innkomu liðanna af sjónvarpsréttinum. Það þarf meira gegnsæi í allt sem viðkemur fjármálum í Formúlu 1. Við eigum að vinna betur saman að vexti íþróttarinnar", sagði Montezemolo.
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira