Handbolti

Fram tapaði fyrir Akureyri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Víkingar náðu í sitt fyrsta stig í kvöld.
Víkingar náðu í sitt fyrsta stig í kvöld.

Tveir leikir fóru fram í N1-deild karla í kvöld. Fram tapaði fyrir Akureyri á heimavelli með fimm marka mun og þá náði Víkingur í sitt fyrsta stig í kvöld.

Akureyri vann í Safamýrinni í kvöld, 33-28, og kom sér aftur upp að hlið FH á toppi deildarinnar en bæði lið eru með tíu stig eftir sjö leiki. Valur mætir HK á laugardaginn og getur einnig komið sér upp í tíu stig þá.

Víkingur gerði jafntefli við Stjörnuna á heimavelli í kvöld, 29-29, en þetta eru neðstu tvö lið deildarinnar. Stjarnan er með fjögur stig eftir sex leiki og Víkingur á botninum með eitt stig.

Sverrir Hermannsson skoraði átta mörk fyrir Víkinga, Hreiðar Haraldsson sex og Davíð Gerogsson skoraði fimm mörk.

Hjá Stjörnunni var Vilhjálmur Halldórsson markahæstur átta mörk og þeir Ragnar Helgason og Kristján Kristjánsson skoruðu báðir fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×