NBA í nótt: Lakers tapaði aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2008 11:03 Courtney Lee fer hér framhjá Derek Fisher í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tapaði í nótt sínum öðrum leik í röð og sínum fimmta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Orlando, 106-103. Kobe Bryant gerði allt sem hann gat til að koma í veg fyrir tapið en það dugði ekki til. Hann skoraði 41 stig og átti möguleika á að jafna metin með síðasta skoti leiksins en það geigaði. Dwight Howard skoraði átján stig í leiknum og hitti úr átta af ellefu vítum sínum í fjórða leikhluta sem reyndist afar mikilvægt. Jameer Nelson var stigahæstur hjá Orlando með 27 stig. Derek Fisher var næststigahæstur hjá Lakers með 27 stig. Orlando hefur nú á síðustu þremur dögum unnið bæði San Antonio Spurs og LA Lakers sem eru með sterkustu liðum deildarinnar. Golden State vann Charlotte, 110-103, þar sem Jamal Crawford gerði sér lítið fyrir og skoraði 50 stig fyrir Golden State. Houston vann Minnesota, 109-102. Tracy McGrady var með 23 stig en Minnesota tapaði þar með sínum tólfta leik í röð. San Antonio vann Toronto, 107-97. Tony Parker átti frábæran leik, skoraði 24 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók átta fráköst. Indiana vann Philadelphia 95-94, þar sem TJ Ford setti niður sigurkörfuna þegar tæpar fjórar sekúndur voru til leiksloka. Chicago vann Utah, 106-98. Ben Gordon skoraði 26 stig fyrir Chicago og Derrick Rose skoraði 24, þar af tíu í fjórða leikhluta. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð á heimavelli. Miami vann New Jersey, 106-103, þar sem Dwyane Wade skoraði 43 stig fyrir Miami. New Orleans vann Sacramento, 99-90. Chris Paul var með 34 stig og níu stoðsendingar en þetta var ellefti sigur New Orleans í síðustu þrettán leikjum sínum. Milwaukee vann LA Clippers, 119-85. Richard Jefferson skoraði 22 stig fyrir Milwaukee sem vann sinn fjórða leik af síðustu fimm. Phoenix vann Denver, 108-101. Steve Nash fór á kostum á lokamínútum leiksins er hann skoraði átta stig í röð. Hann var alls með sextán stig og ellefu stoðsendingar en þetta var áttundi sigur Phoenix á Denver á heimavelli. Chauncey Billups var með átján stig og átta stoðsendingar fyrir Denver.Staðan í deildinni. NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
LA Lakers tapaði í nótt sínum öðrum leik í röð og sínum fimmta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Orlando, 106-103. Kobe Bryant gerði allt sem hann gat til að koma í veg fyrir tapið en það dugði ekki til. Hann skoraði 41 stig og átti möguleika á að jafna metin með síðasta skoti leiksins en það geigaði. Dwight Howard skoraði átján stig í leiknum og hitti úr átta af ellefu vítum sínum í fjórða leikhluta sem reyndist afar mikilvægt. Jameer Nelson var stigahæstur hjá Orlando með 27 stig. Derek Fisher var næststigahæstur hjá Lakers með 27 stig. Orlando hefur nú á síðustu þremur dögum unnið bæði San Antonio Spurs og LA Lakers sem eru með sterkustu liðum deildarinnar. Golden State vann Charlotte, 110-103, þar sem Jamal Crawford gerði sér lítið fyrir og skoraði 50 stig fyrir Golden State. Houston vann Minnesota, 109-102. Tracy McGrady var með 23 stig en Minnesota tapaði þar með sínum tólfta leik í röð. San Antonio vann Toronto, 107-97. Tony Parker átti frábæran leik, skoraði 24 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók átta fráköst. Indiana vann Philadelphia 95-94, þar sem TJ Ford setti niður sigurkörfuna þegar tæpar fjórar sekúndur voru til leiksloka. Chicago vann Utah, 106-98. Ben Gordon skoraði 26 stig fyrir Chicago og Derrick Rose skoraði 24, þar af tíu í fjórða leikhluta. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð á heimavelli. Miami vann New Jersey, 106-103, þar sem Dwyane Wade skoraði 43 stig fyrir Miami. New Orleans vann Sacramento, 99-90. Chris Paul var með 34 stig og níu stoðsendingar en þetta var ellefti sigur New Orleans í síðustu þrettán leikjum sínum. Milwaukee vann LA Clippers, 119-85. Richard Jefferson skoraði 22 stig fyrir Milwaukee sem vann sinn fjórða leik af síðustu fimm. Phoenix vann Denver, 108-101. Steve Nash fór á kostum á lokamínútum leiksins er hann skoraði átta stig í röð. Hann var alls með sextán stig og ellefu stoðsendingar en þetta var áttundi sigur Phoenix á Denver á heimavelli. Chauncey Billups var með átján stig og átta stoðsendingar fyrir Denver.Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira