Virgin Atlantic flýgur inn úr góðu ári 26. ágúst 2008 10:01 Sir Richard Branson, meirihlutaeigandi Virgin Atlantic. Mynd/AFP Rekstrarhagnaður breska millilandaflugfélagsins Virgin Atlantic nam 34,8 milljónum punda, jafnvirði 5,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn litlum sex milljónum punda í hitteðfyrra. 5,7 milljónir farþega flugu með Virgin Atlantic á síðasta ári sem er 7,6 prósenta aukning á milli ára. Farþegum á viðskiptamannarými fjölgaði um 22 prósent á milli ára og heldur það uppi góðri afkomu flugfélagsins, að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC). Útvarpið bætir því sömuleiðis við að vandræði hjá British Airways í nýju álmunni á Heathrow hafi valdið gremju hjá farþegum sem horfi í tímann og hafi þeir því farið yfir til Virgin Atlantic. Stjórnendur munu hafa hliðrað þannig til í rekstrinum að flugfélagið er eitt fárra flugfélaga á meginlandi Evrópu sem koma ágætlega inn í nýtt ár þrátt fyrir hátt eldsneytisverð og aukinn rekstrarkostnað. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rekstrarhagnaður breska millilandaflugfélagsins Virgin Atlantic nam 34,8 milljónum punda, jafnvirði 5,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn litlum sex milljónum punda í hitteðfyrra. 5,7 milljónir farþega flugu með Virgin Atlantic á síðasta ári sem er 7,6 prósenta aukning á milli ára. Farþegum á viðskiptamannarými fjölgaði um 22 prósent á milli ára og heldur það uppi góðri afkomu flugfélagsins, að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC). Útvarpið bætir því sömuleiðis við að vandræði hjá British Airways í nýju álmunni á Heathrow hafi valdið gremju hjá farþegum sem horfi í tímann og hafi þeir því farið yfir til Virgin Atlantic. Stjórnendur munu hafa hliðrað þannig til í rekstrinum að flugfélagið er eitt fárra flugfélaga á meginlandi Evrópu sem koma ágætlega inn í nýtt ár þrátt fyrir hátt eldsneytisverð og aukinn rekstrarkostnað.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira