Brottreknir ræstitæknar í Valhöll? Ögmundur Jónasson skrifar 10. júní 2008 00:01 Vefsíða Landspítalans auglýsir fundi fyrir starfsmenn Landspítalans með heilbrigðisráðherra. Ekkert nema gott um það að segja að heilbrigðisráðherra vilji sitja fyrir svörum hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og eðlilegt að Landspítalinn auglýsi þetta framtak ráðherrans. Það sem hins vegar er óvenjulegt við þetta fundarboð á vef Landspítalans er að fundarstaðurinn skuli vera Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins þar sem vertinn er Landsmálafélagið Vörður. Tilefni fundahalda Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, er ærið. Víða þarf hann að verja eigin gjörðir. Þannig hefur hann dregið úr framlagi til Landspítalans á fjárlögum að raungildi. Ítrekað hefur heilbrigðisráðherra sagt fullyrðingar í þessa veru ósannindi og horfir þá í krónufjöldann sem til sjúkrahússins rennur. Þá vill hann gleyma að hafa hliðsjón af umfangi þeirra verka sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Ríkisendurskoðun hefur sýnt fram á að jafnt og þétt hafi verið þrengt að sjúkrahúsinu á undanförnum árum. Aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og nú. Sveltistefnan er síðan notuð til að einkavæða starfsemi LSH í bútum. Ýmsir verkþættir eru þegar komnir til verktaka og minnast margir eflaust þeirra deilna sem risu í vetur þegar hafist var handa um að bjóða út störf læknaritara. Ræstitæknarnir eru flestir komnir til verktakafyrirtækisins ISS. Þar eru kjörin rýrari en þau voru þegar þetta starfsfólk starfaði milliliðalaust hjá sjúkrahúsinu, enda leikurinn til þess gerður að spara á kostnað starfsfólksins. Um mánaðamótin var ræstitæknum á Barna- og unglingageðdeildinni sagt upp störfum. Skyldu þeir hafa mætt í Valhöll til að heyra heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins útskýra hve þjóðhagslega hagkvæmar uppsagnirnar væru? Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vefsíða Landspítalans auglýsir fundi fyrir starfsmenn Landspítalans með heilbrigðisráðherra. Ekkert nema gott um það að segja að heilbrigðisráðherra vilji sitja fyrir svörum hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og eðlilegt að Landspítalinn auglýsi þetta framtak ráðherrans. Það sem hins vegar er óvenjulegt við þetta fundarboð á vef Landspítalans er að fundarstaðurinn skuli vera Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins þar sem vertinn er Landsmálafélagið Vörður. Tilefni fundahalda Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, er ærið. Víða þarf hann að verja eigin gjörðir. Þannig hefur hann dregið úr framlagi til Landspítalans á fjárlögum að raungildi. Ítrekað hefur heilbrigðisráðherra sagt fullyrðingar í þessa veru ósannindi og horfir þá í krónufjöldann sem til sjúkrahússins rennur. Þá vill hann gleyma að hafa hliðsjón af umfangi þeirra verka sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Ríkisendurskoðun hefur sýnt fram á að jafnt og þétt hafi verið þrengt að sjúkrahúsinu á undanförnum árum. Aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og nú. Sveltistefnan er síðan notuð til að einkavæða starfsemi LSH í bútum. Ýmsir verkþættir eru þegar komnir til verktaka og minnast margir eflaust þeirra deilna sem risu í vetur þegar hafist var handa um að bjóða út störf læknaritara. Ræstitæknarnir eru flestir komnir til verktakafyrirtækisins ISS. Þar eru kjörin rýrari en þau voru þegar þetta starfsfólk starfaði milliliðalaust hjá sjúkrahúsinu, enda leikurinn til þess gerður að spara á kostnað starfsfólksins. Um mánaðamótin var ræstitæknum á Barna- og unglingageðdeildinni sagt upp störfum. Skyldu þeir hafa mætt í Valhöll til að heyra heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins útskýra hve þjóðhagslega hagkvæmar uppsagnirnar væru? Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun