„Rökin“ gegn Droplaugarstöðum Ögmundur Jónasson skrifar 5. júlí 2008 00:01 Góðir lesendur. Hafið þið heyrt skýringar Guðlaugs Þórs, heilbrigðisráðherra og einkavæðingarhópsins sem hann starfar fyrir, á því hvers vegna þurfi að bjóða út rekstur dvalarheimilis fyrir aldraða að Droplaugarstöðum? Tvennt hefur verið nefnt. Í fyrsta lagi er okkur sagt að Droplaugarstaðir hafi verið reknir með halla. Þann halla verði að rétta af og að þar sé einkavæðing allra meina bót. Í öðru lagi er bent á kosti samlegðarinnar. Með því að reka Droplaugarstaði í samkrulli við stærri aðila, eins og hlutafélagið Sóltún, megi ná kostnaði niður. En bíðum við. Þegar Sóltún var sett á laggirnar bauðst sjálfseignarstofnunin Hrafnista til þess að taka verkið að sér með sömu rökum. Kvaðst geta nýtt samlegðaráhrif stærðarinnar, meðal annars í rekstri mötuneytis og þvotta. Nei, á það mátti fjármálaráðuneytið, sem þá stýrði einkavæðingunni ekki heyra minnst. Sóltún átti að verða sjálfstæð rekstrareining, var sagt, og fráleitt að skekkja markaðsstöðuna með einhverju samlegðarfyrirkomulagi! Þá passaði að tala á þennan veg. Nú passar að segja hið gagnstæða. Og svo er það hallinn! Hvers vegna halda menn að það sé halli á rekstri Droplaugarstaða? Vegna þess að þar sé sólundað fé; laun starfsfólksins séu of há? Vegna þess að Droplaugarstaðir sé illa rekin stofnun? Ekkert af þessu stenst skoðun. Ástæðan fyrri „hallanum" er sú að stofnunin fær ekki nægilegt fé til að reksturinn gangi upp. Launakostnaður stofnana á borð við Droplaugarstaði er á bilinu 70 - 80% af rekstrarkostnaði. Þetta er hlutfallið enda þótt laun starfsfólksins séu lág. Alltof lág. Ætlast einkavæðingarfólkið í heilbrigðisráðuneytinu til þess að þessi laun verði lækkuð? Er ætlunin að fækka starfsfólkinu? Auka enn álagið á þá sem eftir eru? Eða eru þetta bara óábyrgir gasprarar sem leita allra ráða til að réttlæta einkavinavæðingu heilbrigðiskerfisins? Einkavæðingu í þágu sín og sinna. Ég hallast að því.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Góðir lesendur. Hafið þið heyrt skýringar Guðlaugs Þórs, heilbrigðisráðherra og einkavæðingarhópsins sem hann starfar fyrir, á því hvers vegna þurfi að bjóða út rekstur dvalarheimilis fyrir aldraða að Droplaugarstöðum? Tvennt hefur verið nefnt. Í fyrsta lagi er okkur sagt að Droplaugarstaðir hafi verið reknir með halla. Þann halla verði að rétta af og að þar sé einkavæðing allra meina bót. Í öðru lagi er bent á kosti samlegðarinnar. Með því að reka Droplaugarstaði í samkrulli við stærri aðila, eins og hlutafélagið Sóltún, megi ná kostnaði niður. En bíðum við. Þegar Sóltún var sett á laggirnar bauðst sjálfseignarstofnunin Hrafnista til þess að taka verkið að sér með sömu rökum. Kvaðst geta nýtt samlegðaráhrif stærðarinnar, meðal annars í rekstri mötuneytis og þvotta. Nei, á það mátti fjármálaráðuneytið, sem þá stýrði einkavæðingunni ekki heyra minnst. Sóltún átti að verða sjálfstæð rekstrareining, var sagt, og fráleitt að skekkja markaðsstöðuna með einhverju samlegðarfyrirkomulagi! Þá passaði að tala á þennan veg. Nú passar að segja hið gagnstæða. Og svo er það hallinn! Hvers vegna halda menn að það sé halli á rekstri Droplaugarstaða? Vegna þess að þar sé sólundað fé; laun starfsfólksins séu of há? Vegna þess að Droplaugarstaðir sé illa rekin stofnun? Ekkert af þessu stenst skoðun. Ástæðan fyrri „hallanum" er sú að stofnunin fær ekki nægilegt fé til að reksturinn gangi upp. Launakostnaður stofnana á borð við Droplaugarstaði er á bilinu 70 - 80% af rekstrarkostnaði. Þetta er hlutfallið enda þótt laun starfsfólksins séu lág. Alltof lág. Ætlast einkavæðingarfólkið í heilbrigðisráðuneytinu til þess að þessi laun verði lækkuð? Er ætlunin að fækka starfsfólkinu? Auka enn álagið á þá sem eftir eru? Eða eru þetta bara óábyrgir gasprarar sem leita allra ráða til að réttlæta einkavinavæðingu heilbrigðiskerfisins? Einkavæðingu í þágu sín og sinna. Ég hallast að því.Höfundur er alþingismaður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun