Erlent

Týnd telpa fundin eftir 4 ár?

Óli Tynes skrifar
Myndin tv er af Denise Pipitone um það leyti sem hún hvarf. Er hún líka á hægri myndinn?
Myndin tv er af Denise Pipitone um það leyti sem hún hvarf. Er hún líka á hægri myndinn?

Gríska lögreglan telur sig hafa fundið ítalska telpu sem hvarf á eynni Kos fyrir fjórum árum þar sem hún var í sumarfríi með foreldrum sínum. Hún var þá fjögurra ára gömul.

Móðir Denise Pipitone hefur aldrei gefið upp vonina um að sjá telpuna sína aftur. Hún hefur margsinnis komið til Kos til að leita hennar og einnig beðið vini um að fara þangað í sumarfrí.

Það voru einmitt vinir sem sáu telpu sem þeim fannst svo sláandi lík Denise að þeir höfðu samband við lögregluna. Hún handtók 34 ára sígaunakonu sem hefur að sögn lögreglunnar viðurkennt að hún eigi ekki barnið.

Það styrkir gruninn um að þetta sé Denise að telpan talar ekki grísku heldur aðeins ítölsku. Blóðsýni hefur verið sent til Ítalíu til að hægt sé að gera DNA próf og fá skorið úr um uppruna telpunnar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×