NimbleGen eykur umsvif hér á landi 27. ágúst 2008 00:01 Gert Maas, forstjóri Roche NimbleGen. MARKAÐURINN/ANTON „Ég býst við því að framleiðslugeta eigi eftir að aukast og það hefur í för með sér frekari fjárfestingar á Íslandi,“ segir Gerd Maass, forstjóri Roche NimbleGen. NimbleGen hefur starfað hér á landi um árabil. Það framleiðir meðal annars örflögur til líftæknirannsókna og sinnir þjónusturannsóknum með örflögutækni. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum fyrir tæpum áratug og þar eru höfuðstöðvar þess. Svissneski lyfjarisinn Roche keypti félagið fyrir sem svarar um sautján milljörðum íslenskra króna í fyrra. Um 80 þúsund manns starfa hjá Roche víða um heim. Um 75 manns starfa hjá NimbleGen hér á landi, um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins í heild. Maass vill ekki slá neinu föstu um hversu margir verði fengnir til liðs við Nimble Gen hér á næstunni. „Við kynnum að auka rannsóknir og þróun í tengslum við starfsemina hér á landi,“ segir Maass og vísar þar meðal annars til þess að félagið vilji gjarnan starfa meira með háskólasamfélaginu hér. Hann bætir því við að hann sé bjartsýnn varðandi áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. En hefur félagið skilað hagnaði? „Hingað til hefur þetta verið fjárfesting, en við gerum ráð fyrir því að rekstur NimbleGen fari að skila hagnaði á næstu tveimur til þremur árum.“ Í heildina nemur fjárfesting Roche í NimbleGen hingað til um 24 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Í grunninn gengur rekstur Roche vel, þrátt fyrir efnahagsástandið, segir Maass. Félagið sé í raun að horfa til framtíðar með fjárfestingum í félögum eins og NimbleGen. „Tækni af þessu tagi á eftir að auka virkni lyfja þegar fram í sækir.“ Þá sé markaður fyrir framleiðsluvörur NimbleGen mikill og vaxandi. Örflögur NimbleGen eru notaðar til rannsókna í erfðafræði, læknisfræði og lyfjafræði. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim. Maass segir að lítil fyrirtæki eins og NimbleGen séu Roche ákaflega mikilvæg. Mörg slík fyrirtæki séu undir regnhlíf Roche. „Fólk sem starfar í fyrirtækjum af þessu tagi á ef til vill í framtíðinni möguleika á að þroska sig frekar í starfi innan Roche-samstæðunnar annars staðar í heiminum.“ Fyrirtækjum í líftækni hefur ekki öllum gengið vel. DeCode hefur til að mynda farið í gegnum margar sveiflur, en Roche fjárfesti í félaginu á sínum tíma; raunar er sú fjárfesting alveg ótengd fjárfestingunni í Nimble Gen, að því er kunnugir fullyrða. Er líftækniiðnaðurinn ef til vill ekki jafn arðvænlegur og lagt var upp með? „Sum félög hófu starfsemi mjög snemma, jafnvel of snemma. Markaðurinn hefur hins vegar ekki tekið jafnhratt við sér. Roche hefur dreift áhættunni og það má segja að við stöndum á þremur stoðum í þessu efni, því stöndum við vel að vígi. Í viðskiptum af þessu tagi þarf að skoða mjög vel þarfir viðskiptavinarins og markaðarins og haga rannsóknum og þróun í samræmi við það.“ Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
„Ég býst við því að framleiðslugeta eigi eftir að aukast og það hefur í för með sér frekari fjárfestingar á Íslandi,“ segir Gerd Maass, forstjóri Roche NimbleGen. NimbleGen hefur starfað hér á landi um árabil. Það framleiðir meðal annars örflögur til líftæknirannsókna og sinnir þjónusturannsóknum með örflögutækni. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum fyrir tæpum áratug og þar eru höfuðstöðvar þess. Svissneski lyfjarisinn Roche keypti félagið fyrir sem svarar um sautján milljörðum íslenskra króna í fyrra. Um 80 þúsund manns starfa hjá Roche víða um heim. Um 75 manns starfa hjá NimbleGen hér á landi, um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins í heild. Maass vill ekki slá neinu föstu um hversu margir verði fengnir til liðs við Nimble Gen hér á næstunni. „Við kynnum að auka rannsóknir og þróun í tengslum við starfsemina hér á landi,“ segir Maass og vísar þar meðal annars til þess að félagið vilji gjarnan starfa meira með háskólasamfélaginu hér. Hann bætir því við að hann sé bjartsýnn varðandi áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. En hefur félagið skilað hagnaði? „Hingað til hefur þetta verið fjárfesting, en við gerum ráð fyrir því að rekstur NimbleGen fari að skila hagnaði á næstu tveimur til þremur árum.“ Í heildina nemur fjárfesting Roche í NimbleGen hingað til um 24 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Í grunninn gengur rekstur Roche vel, þrátt fyrir efnahagsástandið, segir Maass. Félagið sé í raun að horfa til framtíðar með fjárfestingum í félögum eins og NimbleGen. „Tækni af þessu tagi á eftir að auka virkni lyfja þegar fram í sækir.“ Þá sé markaður fyrir framleiðsluvörur NimbleGen mikill og vaxandi. Örflögur NimbleGen eru notaðar til rannsókna í erfðafræði, læknisfræði og lyfjafræði. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim. Maass segir að lítil fyrirtæki eins og NimbleGen séu Roche ákaflega mikilvæg. Mörg slík fyrirtæki séu undir regnhlíf Roche. „Fólk sem starfar í fyrirtækjum af þessu tagi á ef til vill í framtíðinni möguleika á að þroska sig frekar í starfi innan Roche-samstæðunnar annars staðar í heiminum.“ Fyrirtækjum í líftækni hefur ekki öllum gengið vel. DeCode hefur til að mynda farið í gegnum margar sveiflur, en Roche fjárfesti í félaginu á sínum tíma; raunar er sú fjárfesting alveg ótengd fjárfestingunni í Nimble Gen, að því er kunnugir fullyrða. Er líftækniiðnaðurinn ef til vill ekki jafn arðvænlegur og lagt var upp með? „Sum félög hófu starfsemi mjög snemma, jafnvel of snemma. Markaðurinn hefur hins vegar ekki tekið jafnhratt við sér. Roche hefur dreift áhættunni og það má segja að við stöndum á þremur stoðum í þessu efni, því stöndum við vel að vígi. Í viðskiptum af þessu tagi þarf að skoða mjög vel þarfir viðskiptavinarins og markaðarins og haga rannsóknum og þróun í samræmi við það.“
Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira