Góð uppgjör keyrðu hlutabréfin upp 18. apríl 2008 20:04 Gott uppgjör bandaríska netleitarrisans Google og sæmilegt uppgjör Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, ollu hækkanahrinu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar telja að í uppgjörunum endurspeglist að nú sjái fyrir endann á lausafjárkrísunni. Hagnaður Google jókst um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi sem var þvert á spár en Citigroup afskrifaði helmingi upphæð úr efnahagsreikningi sínum en á síðasta fjórðungi í fyrra. Afskriftir á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og af öðrum fjárfestingum námu 5,1 milljarði dala, jafnvirði tæpra 388 milljarða íslenskra króna. Afskriftir á síðasta ársfjórðungi í fyrra námu tíu milljörðum dala. Gengi hlutabréfa í Citigroup hækkaði um 4,5 prósent innan veggja fjármálahverfisins Wall Street í New York í dag en bréf Google ruku upp um rúm 20 prósent. Vikan var almennt ágæt, að mati fjármálasérfræðinga í samtali við fréttastofu Associated Press. Vitna þeir til þess að uppgjör Coke-Cola, íhlutarisans Intel og bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, sem birt voru í vikunni, hafi öll verið yfir væntingum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,81 prósent en Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af skráðum fyrirtækjum í tæknigeiranum, hækkaði um heil 2,61 prósent. Þá hækkaði S&P 500-vísitalan, sem samanstendur af 500 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, um 1,81 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gott uppgjör bandaríska netleitarrisans Google og sæmilegt uppgjör Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, ollu hækkanahrinu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar telja að í uppgjörunum endurspeglist að nú sjái fyrir endann á lausafjárkrísunni. Hagnaður Google jókst um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi sem var þvert á spár en Citigroup afskrifaði helmingi upphæð úr efnahagsreikningi sínum en á síðasta fjórðungi í fyrra. Afskriftir á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og af öðrum fjárfestingum námu 5,1 milljarði dala, jafnvirði tæpra 388 milljarða íslenskra króna. Afskriftir á síðasta ársfjórðungi í fyrra námu tíu milljörðum dala. Gengi hlutabréfa í Citigroup hækkaði um 4,5 prósent innan veggja fjármálahverfisins Wall Street í New York í dag en bréf Google ruku upp um rúm 20 prósent. Vikan var almennt ágæt, að mati fjármálasérfræðinga í samtali við fréttastofu Associated Press. Vitna þeir til þess að uppgjör Coke-Cola, íhlutarisans Intel og bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, sem birt voru í vikunni, hafi öll verið yfir væntingum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,81 prósent en Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af skráðum fyrirtækjum í tæknigeiranum, hækkaði um heil 2,61 prósent. Þá hækkaði S&P 500-vísitalan, sem samanstendur af 500 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, um 1,81 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira