Farsímar svipta hulunni af venjum mannanna Nanna Hlín Halldórsdóttir skrifar 5. júní 2008 11:09 Mörgum þætti eflaust óþægilegt að vita til þess að staðsetning símtala þeirra væru rakin. Ferðir meira en 100 þúsund farsímanotenda hafa verið kortlagðar í tilraun til að búa til heildræna mynd af ferðum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að manneskjur eru venjubundnar í eðli sínu og heimsækja að mestu leyti sömu örfáu staðina aftur og aftur. Rannsóknin gæti nýst til þess að koma í veg fyrir sjúkdómafaraldra og spá fyrir um umferð ökutækja segja vísindamenn. Þeir segja einnig að mikil tækifæri geti falist í að rekja símtöl farsímanotenda en áður hafi helst verið notast við GPS-tæki eða skoðunarkannanir til þess að kortleggja ferðamunstur manna. Einnig hefur verið notast við ferðir Bandaríkjadala en þessar aðferðir hafa ekki náð að sýna venjur manna sem skyldi. Í hvert sinn sem farsímanotandi hringdi eða sendi smáskilaboð var staðsetning farsíma hans skráð niður innan þriggja ferkílómetra svæðis. Rannsakendur vildu ekki uppljóstra hvar rannsóknin hefði verið framkvæmd og sögðu að gerðar hefðu verið öryggisráðstafanir til að tryggja nafnleynd þátttakenda. Rannsakendur töldu það góðar fréttir að ferðamynstur manna væru svipuð. Ef svo væri ekki og tilraun væri gerð til þess að gera líkan af ferðum manna þyrfti að gera líkan af ferðum hvers og eins í stað þess að gera eitt líkan sem ferðir flesta gætu fallið undir. Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ferðir meira en 100 þúsund farsímanotenda hafa verið kortlagðar í tilraun til að búa til heildræna mynd af ferðum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að manneskjur eru venjubundnar í eðli sínu og heimsækja að mestu leyti sömu örfáu staðina aftur og aftur. Rannsóknin gæti nýst til þess að koma í veg fyrir sjúkdómafaraldra og spá fyrir um umferð ökutækja segja vísindamenn. Þeir segja einnig að mikil tækifæri geti falist í að rekja símtöl farsímanotenda en áður hafi helst verið notast við GPS-tæki eða skoðunarkannanir til þess að kortleggja ferðamunstur manna. Einnig hefur verið notast við ferðir Bandaríkjadala en þessar aðferðir hafa ekki náð að sýna venjur manna sem skyldi. Í hvert sinn sem farsímanotandi hringdi eða sendi smáskilaboð var staðsetning farsíma hans skráð niður innan þriggja ferkílómetra svæðis. Rannsakendur vildu ekki uppljóstra hvar rannsóknin hefði verið framkvæmd og sögðu að gerðar hefðu verið öryggisráðstafanir til að tryggja nafnleynd þátttakenda. Rannsakendur töldu það góðar fréttir að ferðamynstur manna væru svipuð. Ef svo væri ekki og tilraun væri gerð til þess að gera líkan af ferðum manna þyrfti að gera líkan af ferðum hvers og eins í stað þess að gera eitt líkan sem ferðir flesta gætu fallið undir.
Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira