Handbolti

Döpur frammistaða gegn Egyptum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson.

Íslenska liðið lauk keppni á æfingamótinu í Strasbourg í Frakklandi í dag. Liðið tapaði með þriggja marka mun, 30-33, fyrir Egyptalandi og fékk því ekki stig á mótinu.

Varnarleikur íslenska liðsins var ansi opinn stærstan hluta leiksins og sóknarleikurinn hugmyndasnauður. Egyptar náðu mest átta marka forskoti en leikur Íslands skánaði undir lok leiksins.

Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu eins og í hinum leikjum þess á mótinu. Hann var með sex mörk, þar af fimm úr vítaköstum. Logi Geirsson gerði fimm.

Á föstudag tapaði Ísland fyrir Spánverjum en í gær fyrir Frökkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×