Mikil hækkun á Wall Street 19. september 2008 20:08 Hamagangur í öskjunn á Wall Street í dag. Mynd/AP Fjárfestar í Bandaríkjunum tóku fagnandi stórtækum björgunaraðgerðum bandaríska ríkisins sem tilkynntar voru í dag og felast í því að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar sem tekur við öllum - eða velflestum - eignum bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem eru orðnar næsta verðlausar og illseljanlegar eftir fall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Á meðal lánanna eru undirmálslán og veð þeim tengdum. Þetta eru skuldabréfavafningar sem hafa hrunið í verði síðasta árið og ein helsta rót lausafjárkrísunnar sem riðið hefur fjármálamörkuðum víða um heim. Björgunaraðgerðirnar munu kosta bandaríska skattgreiðendur hundruð milljarða bandaríkjadala, líkt og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, bentu á í dag. Stofnun sjóðsins eru þó einungis einn stór liður í mörgum aðgerðum sem margir af helstu seðlabankar heimsins hafa tekið á sig til að koma í veg fyrir alvarlegar hremmingar um allan heim. Þar á meðal hafa bankarnir dælt inn fjármagni á markaðinn og opnað bönkum og fjármálafyrirtækjum lánaglugga svo þeir geti orðið sér úti um erlendan gjaldeyri, sem mjög hefur skort í hagkerfið. Ríkissstjórn Bandaríkjanna og aðrir ráðamenn tengdir fjármálaheiminum vestra ræða nánari útlistanir á aðgerðunum um helgina. Hlutabréf hafa hækkað víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,35 prósent í dag og Nasdaq-vísitalan um 3,40 prósent. Þetta er annar stóri hækkanadagurinn vestanhafs í röð en helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um allt að fimm prósent í gær eftir að bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNBC lak því út hvað stjórnvöld hefðu í bígerð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum tóku fagnandi stórtækum björgunaraðgerðum bandaríska ríkisins sem tilkynntar voru í dag og felast í því að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar sem tekur við öllum - eða velflestum - eignum bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem eru orðnar næsta verðlausar og illseljanlegar eftir fall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Á meðal lánanna eru undirmálslán og veð þeim tengdum. Þetta eru skuldabréfavafningar sem hafa hrunið í verði síðasta árið og ein helsta rót lausafjárkrísunnar sem riðið hefur fjármálamörkuðum víða um heim. Björgunaraðgerðirnar munu kosta bandaríska skattgreiðendur hundruð milljarða bandaríkjadala, líkt og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, bentu á í dag. Stofnun sjóðsins eru þó einungis einn stór liður í mörgum aðgerðum sem margir af helstu seðlabankar heimsins hafa tekið á sig til að koma í veg fyrir alvarlegar hremmingar um allan heim. Þar á meðal hafa bankarnir dælt inn fjármagni á markaðinn og opnað bönkum og fjármálafyrirtækjum lánaglugga svo þeir geti orðið sér úti um erlendan gjaldeyri, sem mjög hefur skort í hagkerfið. Ríkissstjórn Bandaríkjanna og aðrir ráðamenn tengdir fjármálaheiminum vestra ræða nánari útlistanir á aðgerðunum um helgina. Hlutabréf hafa hækkað víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,35 prósent í dag og Nasdaq-vísitalan um 3,40 prósent. Þetta er annar stóri hækkanadagurinn vestanhafs í röð en helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um allt að fimm prósent í gær eftir að bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNBC lak því út hvað stjórnvöld hefðu í bígerð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira