Handbolti

Hefur engan áhuga á gjaldkeranum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hlynur Sigmarsson.
Hlynur Sigmarsson.

„Ef maður fer í þetta þá fer maður af fullum krafti. Það er alveg ákveðið," sagði Hlynur Sigmarsson í viðtali við Stöð 2 í kvöld. Mjög líklegt er að Hlynur muni bjóða sig fram sem næsti formaður HSÍ.

Guðmundur Ágúst Ingvarsson hefur verið formaður sambandsins síðustu ár og ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs. Ársþing HSÍ verður haldið þann 17. maí næstkomandi.

Uppstillinganefnd hefur stillt Hlyni upp sem næsta gjaldkera sambandsins en ekki sem formannsefni. Hlynur hefur ekki áhuga á að verða gjaldkeri.

„Nei enda var það aldrei ætlunin. Ég fór í þetta til að hafa áhrif og koma mínum skoðunum á framfæri. Í níu manna stjórn finnst mér kannski að maður þurfi að setja markið hærra," sagði Hlynur sem hefur þó ekki enn tekið endanlega ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til formanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×