Nýliði Golden State toppaði stórstjörnurnar 16. nóvember 2008 12:06 Stórleikur Anthony Morrow vakti verðskuldaða athygli í gærkvöld NordicPhotos/GettyImages Sannkallað öskubuskuævintýri átt sér stað í NBA deildinni í gærkvöldi þegar Golden State Warriors lagði LA Clippers á útivelli. Skotbakvörðurinn Anthony Morrow hjá Golden State stimplaði sig þá rækilega inn í sögubækurnar þegar hann hitti úr 15 af 20 skotum sínum, skoraði 37 stig og hirti 11 fráköst í sigri Warriors. Þetta var hæsta stigaskor nýliða sem ekki hefur verið tekinn í nýliðavalinu í nútíma sögu nýliðavalsins. Morrow þessi var þarna að spila sinn fjórða NBA leik á ferlinum og átti að baki 40 mínútur úr leikjunum þremur þar á undan. Don Nelson þjálfari Golden State ákvað mjög óvænt að setja hinn 23 ára gamla Morrow í byrjunarliðið í gær og árangurinn lét ekki á sér standa. "Þetta var bara eitt af þessum kvöldum," sagði Morrow rólegur í leikslok eftir þennan ævintýralega leik sinn. "Stráknarnir í liðinu hafa sagt mér alveg síðan í æfingabúðunum að fara bara út á völlinn og spila minn leik. Það var engin pressa á mér og mér fannst ég ekki hafa miklu að tapa þar sem ég er nýliði," sagði Morrow, sem kom úr Gorgia Tech háskólanum. Eins og nærri má geta er það ekki daglegt brauð að menn sem ekki eru teknir í 60 manna nýliðavali NBA deildarinnar slái í gegn með þessum hætti. Toppaði LeBron James og Kobe Bryant Vísir kannaði til gamans hvernig þremur þekktum stórstjörnum deildarinnar gekk að ná öðrum eins stórleik og Morrow náði í gær þegar þær voru að koma inn í deildina á sínum tíma. LeBron James hjá Cleveland kom inn í deildina árið 2003 með miklu fjaðrafoki en hann skoraði til að mynda aðeins sjö stig í sínum fjórða leik á nýliðaárinu. James tókst aðeins tvisvar á öllu nýliðaárinu að skora meira en Morrow skoraði í gær. Kobe Bryant stendur Morrow ansi langt að baki í þessum efnum. Hann kom inn í deildina árið 1996 og skoraði 10 stig í fjórða leik sínum á nýliðaárinu með LA Lakers. Bryant náði ekki að toppa stigaskor Morrow í gær fyrr en í mars á þriðja árinu sínu í deildinni. Michael Jordan jafnaði árangur Morrow í sínum þriðja NBA leik með Chicago árið 1984, en toppaði hann ekki fyrr en í sínum níunda leik. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Sannkallað öskubuskuævintýri átt sér stað í NBA deildinni í gærkvöldi þegar Golden State Warriors lagði LA Clippers á útivelli. Skotbakvörðurinn Anthony Morrow hjá Golden State stimplaði sig þá rækilega inn í sögubækurnar þegar hann hitti úr 15 af 20 skotum sínum, skoraði 37 stig og hirti 11 fráköst í sigri Warriors. Þetta var hæsta stigaskor nýliða sem ekki hefur verið tekinn í nýliðavalinu í nútíma sögu nýliðavalsins. Morrow þessi var þarna að spila sinn fjórða NBA leik á ferlinum og átti að baki 40 mínútur úr leikjunum þremur þar á undan. Don Nelson þjálfari Golden State ákvað mjög óvænt að setja hinn 23 ára gamla Morrow í byrjunarliðið í gær og árangurinn lét ekki á sér standa. "Þetta var bara eitt af þessum kvöldum," sagði Morrow rólegur í leikslok eftir þennan ævintýralega leik sinn. "Stráknarnir í liðinu hafa sagt mér alveg síðan í æfingabúðunum að fara bara út á völlinn og spila minn leik. Það var engin pressa á mér og mér fannst ég ekki hafa miklu að tapa þar sem ég er nýliði," sagði Morrow, sem kom úr Gorgia Tech háskólanum. Eins og nærri má geta er það ekki daglegt brauð að menn sem ekki eru teknir í 60 manna nýliðavali NBA deildarinnar slái í gegn með þessum hætti. Toppaði LeBron James og Kobe Bryant Vísir kannaði til gamans hvernig þremur þekktum stórstjörnum deildarinnar gekk að ná öðrum eins stórleik og Morrow náði í gær þegar þær voru að koma inn í deildina á sínum tíma. LeBron James hjá Cleveland kom inn í deildina árið 2003 með miklu fjaðrafoki en hann skoraði til að mynda aðeins sjö stig í sínum fjórða leik á nýliðaárinu. James tókst aðeins tvisvar á öllu nýliðaárinu að skora meira en Morrow skoraði í gær. Kobe Bryant stendur Morrow ansi langt að baki í þessum efnum. Hann kom inn í deildina árið 1996 og skoraði 10 stig í fjórða leik sínum á nýliðaárinu með LA Lakers. Bryant náði ekki að toppa stigaskor Morrow í gær fyrr en í mars á þriðja árinu sínu í deildinni. Michael Jordan jafnaði árangur Morrow í sínum þriðja NBA leik með Chicago árið 1984, en toppaði hann ekki fyrr en í sínum níunda leik.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira