Flugrekstrarleyfi Alitalia í hættu 25. september 2008 11:00 Merki Alitalia. Mynd/AFP Svo getur farið að punkturinn verði settur aftan við sögu ítalska flugfélagsins Alitalia í dag en ítölsk flugmálayfirvöld hótuðu í dag að fella flugrekstrarleyfi félagsins niður skili stjórnendur þess ekki nýrri rekstraráætlun í lok dags. Framtíð flugfélagsins hefur hangið á bláþræði síðustu vikurnar en sjóðir félagsins eru tómir og hefur það ekki haft efni á að kaupa eldsneyti á þotur sínar. Þá tapar félagið tveimur milljónum evra á dag og fljúga vélar þess á bráðabirgðarleyfi. Hópur fjárfesta, sem lagði fram tilboð í flugfélagið fyrir nokkru síðan, dró það til baka í síðustu viku eftir að verkalýðsfélög starfsmanna flugfélagsins náðu ekki sameiginlegri niðurstöðu um hvort því skuli taka eður ei. Þótt verkalýðsfélögunum tillögur fjárfestanna fela of mikla uppstokkun á rekstrinum í för með sér. Til stóð að setja 1,4 milljarða evra í reksturinn, selja óarðbærar eignir og segja upp allt að þrjú þúsund starfsmönnum. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur þrýst á forsvarsmenn verkalýðsfélaganna að hittast á ný og reyna að blása til nýrra viðræðna til að forða flugfélaginu frá þroti. Ítalska ríkið er stærsti hluthafi flugfélagsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Svo getur farið að punkturinn verði settur aftan við sögu ítalska flugfélagsins Alitalia í dag en ítölsk flugmálayfirvöld hótuðu í dag að fella flugrekstrarleyfi félagsins niður skili stjórnendur þess ekki nýrri rekstraráætlun í lok dags. Framtíð flugfélagsins hefur hangið á bláþræði síðustu vikurnar en sjóðir félagsins eru tómir og hefur það ekki haft efni á að kaupa eldsneyti á þotur sínar. Þá tapar félagið tveimur milljónum evra á dag og fljúga vélar þess á bráðabirgðarleyfi. Hópur fjárfesta, sem lagði fram tilboð í flugfélagið fyrir nokkru síðan, dró það til baka í síðustu viku eftir að verkalýðsfélög starfsmanna flugfélagsins náðu ekki sameiginlegri niðurstöðu um hvort því skuli taka eður ei. Þótt verkalýðsfélögunum tillögur fjárfestanna fela of mikla uppstokkun á rekstrinum í för með sér. Til stóð að setja 1,4 milljarða evra í reksturinn, selja óarðbærar eignir og segja upp allt að þrjú þúsund starfsmönnum. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur þrýst á forsvarsmenn verkalýðsfélaganna að hittast á ný og reyna að blása til nýrra viðræðna til að forða flugfélaginu frá þroti. Ítalska ríkið er stærsti hluthafi flugfélagsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira