Viðskipti innlent

Atorka rauk upp í Kauphöllinni

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku. Mynd/Hörður

Gengi hlutabréfa í Atorku rauk upp um 30,9 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Hafa ber í huga að aðeins þrjú viðskipti upp á rúmar 203 þúsund krónur standa á bak við stökkið.

Á eftir Atorku fylgdi Bakkavör, sem hækkaði um 6,1 prósent, gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 3,13 prósent og gengi bréfa í Össur. Það hækkaðium 2,77 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, um 10,7 prósent. Bréf Færeyjabanka lækkuðu um 2,26 prósent, Eimskips um 0,75 prósent og Marel Food Systems um 0,65 prósent.

Viðskipti í Kauphöllinni voru 85 talsins upp á 136 milljónir króna.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,75 prósent og endaði í 644 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×