Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 1,94 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Það féll um 17,6 prósent í gær og endaði í lægsta gengi frá upphafi.
Á eftir fylgir Færeyjabanki.
Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í Marel Food Systems um 0,39 prósent.
Fimm viðskipti hafa verið í Kauphöllinni frá því viðskipti hófust upp á 9,1 milljónum króna, þar af þrjú í Bakkavör.
Úrvalsvísitalan hefur ekkert breyst og stendur í 635 stigum.