Af pólitísku skuggavarpi Hallgrímur Helgason skrifar 9. ágúst 2008 08:06 Ein eftirminnilegasta fréttasena síðustu ára er frá sumrinu 2006 þegar Framsóknarflokkurinn stóð við Öxará og Halldór Ásgrímsson tilkynnti í beinni seint um kvöld að hann væri hættur í stjórnmálum. Guðni Ágústsson kom í viðtal en vildi ekkert segja - "þetta er hans kvöld" - og gekk svo brúnaþungur út að bílastæðinu við Þingvallakirkju. Síðar kom í ljós að ástæðan fyrir brúnaþyngslum Brúnastaðamannsins var sú að Halldór vildi að hann hætti líka í stjórnmálum. Þeir geta verið erfiðir þessir formenn. Ekki síst þegar þeir eru að hætta. Og halda svo bara áfram að vera erfiðir. Einn vill að aðrir hætti um leið og hann. Annar vill komast aftur inn, helst beint í ráðherrastól. Sá þriðji kveður formannsstólinn með því að skrúfa hann fastan við gólfið. Og svo eru þeir sem sitja áfram þótt þeir séu hættir. Allir muna eftir kuldavetri Samfylkingar þegar óánægjuraddir glumdu daglega á Ingibjörgu Sólrúnu úr blöðum og bloggheimum. Og svo kom Jón Baldvin og sagði flokkinn á rangri leið. Hámarki náði sá kaldi kalkúnn þegar "fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar" hótaði í beinni útsendingu að stofna nýjan flokk. Enn eitt klofningsafbrigðið í sameiningarsögu vinstrimanna. Sem betur fer varð ekki af því, Íslandshreyfingin tók það hlutverk að sér. Það er erfitt að vera með besservisser á bakinu. Það er erfitt að keyra með aftursætisbílstjóra. Það er erfitt að stjórna stjórnmálaflokki "með karlinn á kantinum". Framsókn gekk í það að hreinsa sig af Halldórsárunum. Verst að fylgið fór óvart líka. En Guðni hætti ekki í stjórnmálum heldur settist sjálfur í stól mannsins sem hafði skipað honum að fara heim að mjólka. Og Samfylkingin gekk í gegnum eldskírn, lét af minnimáttarkennd út í "glæsta fortíð" vinstribaráttunnar, þegar þeir voru og hétu, kratar og kommar, og með því að verða utanríkisráðherra steig formaðurinn úr skugga í sól. Töframeðal stjórnmálaflokks í krísu: Vald. Vinstri grænir þekkja hvorki forveravanda né arftakakrísur. Steingrímur endar sjálfsagt eins og Kastró, í umhverfisgrænum hermannabúningi flytjandi 7 tíma langar ræður á flokksþinginu (sem frá 2024 verður haldið í Eldgjá). Og svo tekur bróðir hans við. Frjálslyndir upplifðu sitt fortíðarrof í gegnum dóttur síns fyrrverandi. Sjálfstæðisflokkurinn glímir hinsvegar við tvöfalt skuggavarp. Á tímabili vorkenndum við Geir og héldum með honum. Hér var maður hófs og hógværðar: Sannur léttir eftir tímabil stórkarlavalds. En við áttum alltaf von á því að hann myndi vaxa upp úr vorkenningunni og smám saman taka sér valdið sem liggur á borðinu fyrir framan hann. En núna förum við bara hjá okkur þegar við heyrum hann hrósa sér af því að hafa ekki gert neitt, eins og smástrákur sem hrópar: "Sjáiði bara! Það er hætt að rigna! Af því ég fór ekki í stígvélin!" Og á þetta hlustar þjóðin blaut og hrakin. Forsætisráðherrum ber að hugsa fremur stórt en smátt. Og meira um þjóðarhag en sinn eigin. Tilfinningin er sú að veður sé tekið að versna og skútan að velta en skipstjórinn hafi enga stefnu. Nú er kallað eftir ákvörðun. Annaðhvort skal haldið í krónuna, en þá með breyttri peningastefnu og endurnýjuðum Seðlabanka. Eða sótt um Evrópusambandið og kúrsinn tekinn á evru. Tilfinningin er hinsvegar sú að forsætisráðherra sé ekki aðeins hikandi herra lands og þjóðar heldur sé hann jafnvel ekki sinn eigin herra og því síður flokksins. Í heitari löndum er stundum gott að sitja í skugganum en á Íslandi er það bara kalt og kvefsamt. Og svo er það verðandi borgarstjóri sama flokks. Sé ráðuneyti Geirs H. Haarde hálfgert skuggaráðuneyti má segja að Hanna Birna sitji í skuggafangelsi. Hún er fangi fortíðar. Allir hugsanlegir leikir hennar í erfiðri stöðu eru litaðir af afleik forverans. Af öllum arftakakrísum íslenskra stjórnmála síðustu árin er þessi líklega sú versta. Forveri Hönnu Birnu er reyndar búinn að segja bless og allt það en nú kemst hún að því að stóllinn er fastur við gólfið. Það er ekki einu sinni hægt að snúa sér í honum. Hún er dæmd til að lúta vilja eitt prósent mannsins. Það er sagan um trilluna og olíuskipið. Forveravandi stjórnmálaflokka getur orðið vandi heillar þjóðar. Við súpum öll hið beiska seiði af ekki-gera-ekki-gera-ekki-neitt stjórn Geirs H. Haarde. Og í Reykjavík eru tvö ár af ekkert-hægt-að-gera stjórn framundan. Það er langur tími í lífi heillar borgar, eins og góður maður sagði í vikunni. Hinsvegar er nokkur munur á skuggavarpi nýrra bygginga og gamalla stjórnmálamanna. Hið fyrrnefnda er óumflýjanlegt en hið síðarnefnda er flýjanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Ein eftirminnilegasta fréttasena síðustu ára er frá sumrinu 2006 þegar Framsóknarflokkurinn stóð við Öxará og Halldór Ásgrímsson tilkynnti í beinni seint um kvöld að hann væri hættur í stjórnmálum. Guðni Ágústsson kom í viðtal en vildi ekkert segja - "þetta er hans kvöld" - og gekk svo brúnaþungur út að bílastæðinu við Þingvallakirkju. Síðar kom í ljós að ástæðan fyrir brúnaþyngslum Brúnastaðamannsins var sú að Halldór vildi að hann hætti líka í stjórnmálum. Þeir geta verið erfiðir þessir formenn. Ekki síst þegar þeir eru að hætta. Og halda svo bara áfram að vera erfiðir. Einn vill að aðrir hætti um leið og hann. Annar vill komast aftur inn, helst beint í ráðherrastól. Sá þriðji kveður formannsstólinn með því að skrúfa hann fastan við gólfið. Og svo eru þeir sem sitja áfram þótt þeir séu hættir. Allir muna eftir kuldavetri Samfylkingar þegar óánægjuraddir glumdu daglega á Ingibjörgu Sólrúnu úr blöðum og bloggheimum. Og svo kom Jón Baldvin og sagði flokkinn á rangri leið. Hámarki náði sá kaldi kalkúnn þegar "fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar" hótaði í beinni útsendingu að stofna nýjan flokk. Enn eitt klofningsafbrigðið í sameiningarsögu vinstrimanna. Sem betur fer varð ekki af því, Íslandshreyfingin tók það hlutverk að sér. Það er erfitt að vera með besservisser á bakinu. Það er erfitt að keyra með aftursætisbílstjóra. Það er erfitt að stjórna stjórnmálaflokki "með karlinn á kantinum". Framsókn gekk í það að hreinsa sig af Halldórsárunum. Verst að fylgið fór óvart líka. En Guðni hætti ekki í stjórnmálum heldur settist sjálfur í stól mannsins sem hafði skipað honum að fara heim að mjólka. Og Samfylkingin gekk í gegnum eldskírn, lét af minnimáttarkennd út í "glæsta fortíð" vinstribaráttunnar, þegar þeir voru og hétu, kratar og kommar, og með því að verða utanríkisráðherra steig formaðurinn úr skugga í sól. Töframeðal stjórnmálaflokks í krísu: Vald. Vinstri grænir þekkja hvorki forveravanda né arftakakrísur. Steingrímur endar sjálfsagt eins og Kastró, í umhverfisgrænum hermannabúningi flytjandi 7 tíma langar ræður á flokksþinginu (sem frá 2024 verður haldið í Eldgjá). Og svo tekur bróðir hans við. Frjálslyndir upplifðu sitt fortíðarrof í gegnum dóttur síns fyrrverandi. Sjálfstæðisflokkurinn glímir hinsvegar við tvöfalt skuggavarp. Á tímabili vorkenndum við Geir og héldum með honum. Hér var maður hófs og hógværðar: Sannur léttir eftir tímabil stórkarlavalds. En við áttum alltaf von á því að hann myndi vaxa upp úr vorkenningunni og smám saman taka sér valdið sem liggur á borðinu fyrir framan hann. En núna förum við bara hjá okkur þegar við heyrum hann hrósa sér af því að hafa ekki gert neitt, eins og smástrákur sem hrópar: "Sjáiði bara! Það er hætt að rigna! Af því ég fór ekki í stígvélin!" Og á þetta hlustar þjóðin blaut og hrakin. Forsætisráðherrum ber að hugsa fremur stórt en smátt. Og meira um þjóðarhag en sinn eigin. Tilfinningin er sú að veður sé tekið að versna og skútan að velta en skipstjórinn hafi enga stefnu. Nú er kallað eftir ákvörðun. Annaðhvort skal haldið í krónuna, en þá með breyttri peningastefnu og endurnýjuðum Seðlabanka. Eða sótt um Evrópusambandið og kúrsinn tekinn á evru. Tilfinningin er hinsvegar sú að forsætisráðherra sé ekki aðeins hikandi herra lands og þjóðar heldur sé hann jafnvel ekki sinn eigin herra og því síður flokksins. Í heitari löndum er stundum gott að sitja í skugganum en á Íslandi er það bara kalt og kvefsamt. Og svo er það verðandi borgarstjóri sama flokks. Sé ráðuneyti Geirs H. Haarde hálfgert skuggaráðuneyti má segja að Hanna Birna sitji í skuggafangelsi. Hún er fangi fortíðar. Allir hugsanlegir leikir hennar í erfiðri stöðu eru litaðir af afleik forverans. Af öllum arftakakrísum íslenskra stjórnmála síðustu árin er þessi líklega sú versta. Forveri Hönnu Birnu er reyndar búinn að segja bless og allt það en nú kemst hún að því að stóllinn er fastur við gólfið. Það er ekki einu sinni hægt að snúa sér í honum. Hún er dæmd til að lúta vilja eitt prósent mannsins. Það er sagan um trilluna og olíuskipið. Forveravandi stjórnmálaflokka getur orðið vandi heillar þjóðar. Við súpum öll hið beiska seiði af ekki-gera-ekki-gera-ekki-neitt stjórn Geirs H. Haarde. Og í Reykjavík eru tvö ár af ekkert-hægt-að-gera stjórn framundan. Það er langur tími í lífi heillar borgar, eins og góður maður sagði í vikunni. Hinsvegar er nokkur munur á skuggavarpi nýrra bygginga og gamalla stjórnmálamanna. Hið fyrrnefnda er óumflýjanlegt en hið síðarnefnda er flýjanlegt.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun