Íslenski boltinn

KR bikarmeistari í ellefta sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

KR varð í dag bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fjölni í heldur bragðdaufum úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Hægt var að fylgjast með leiknum á Miðstöð Boltavaktarinnar og með því að smella á viðkomandi hlekk. Hlekkurinn er einnig á forsíðu íþróttavefs Vísis. Þar má lesa nánar um gang leiksins.

Kristján Hauksson Fjölnismaður varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiksins eftir að Óskar Örn Hauksson, KR-ingur, átti skot að marki. Markið kom á 89. mínútu leiksins.

Sigurinn verður að teljast sanngjarn þar sem KR-ingar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleikur. Fyrri hálfleikurinn var meira í járnum og fátt sem ekkert markvert sem gerðist þá.

KR óx ásmegin eftir því sem á leið síðari hálfleikinn án þess þó að skapa sér mörg hættuleg færi.

KR varð í dag bikarmeistari í ellefta sinn í sögu félagsins en Fjölnir hefur nú tapað í úrslitaleik bikarkeppninnar tvö ár í röð.

Viðtal og myndir birtast hér á eftir skamma stund.










Tengdar fréttir

Góðar horfur fyrir úrslitaleikinn

“Það eru yfirgnæfandi líkur á að snjó taki upp á Laugardalsvellinum á morgun,” segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Stöð 2 þegar Vísir spurði hann út í horfurnar fyrir bikarúrslitaleik KR og Fjölnis á morgun.

Laugardalsvöllur verður klár

Laugardalsvöllurinn var ekki í leikhæfu ástandi í morgun en vonir standa til um að sólin sjái um að þýða hann upp áður en flautað verður til leiks í bikarúrslitunum klukkan 14 í dag.

Snjómokstur stendur fram á kvöld

Um 25 manns streða nú við að moka snjó af Laugardalsvelli til að gera hann kláran fyrir úrslitaleikinn í Visabikarnum milli KR og Fjölnis klukkan 14 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×