Vettel bestur í bleytunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2008 13:15 Sebastian Vettel ók vel í dag. Nordic Photos / AFP Þjóðverjinn ungi, Sebastian Vettel, gerði sér lítið fyrir og náði bestum tíma í tímatökunni fyrir ítalska kappaksturinn á Monza-brautinni í dag. Vettel náði bestum tíma í bæði annarri og þriðju tímatökunni en rigningin gerðu mörgum bestu ökuþórunum afar erfitt fyrir. Rigningin versnaði í miðri annarri tímatökunni og hvorki Lewis Hamilton né Kimi Raikkönen gátu nokkuð að gert enda allt of seinir út á brautina. Þeir voru síðastir í tímatökunni og verða í 15. og 16. sæti á ráspól. Aðrir sem féllu úr leik eftir aðra tímatökuna voru David Coulthard, Giancarlo Fisichella og Robert Kubica. Massa náði að skríða inn í lokatímatökuna með því að ná tíunda sætinu. Hann náði vinna sig upp í sjötta sætið. Heikki Kovalainen á McLaren náði öðru sætinu á lokahring sínum og fögnuðu þá starfsmenn Toro Rosso á viðgerðarsvæðinu sem óðir væru enda í fyrsta sinn sem liðið á bíl á ráspól. Mark Webber hjá Red Bull var þriðji og Bourdais, félagi Vettel hjá Toro Rosso, fjórði. Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn ungi, Sebastian Vettel, gerði sér lítið fyrir og náði bestum tíma í tímatökunni fyrir ítalska kappaksturinn á Monza-brautinni í dag. Vettel náði bestum tíma í bæði annarri og þriðju tímatökunni en rigningin gerðu mörgum bestu ökuþórunum afar erfitt fyrir. Rigningin versnaði í miðri annarri tímatökunni og hvorki Lewis Hamilton né Kimi Raikkönen gátu nokkuð að gert enda allt of seinir út á brautina. Þeir voru síðastir í tímatökunni og verða í 15. og 16. sæti á ráspól. Aðrir sem féllu úr leik eftir aðra tímatökuna voru David Coulthard, Giancarlo Fisichella og Robert Kubica. Massa náði að skríða inn í lokatímatökuna með því að ná tíunda sætinu. Hann náði vinna sig upp í sjötta sætið. Heikki Kovalainen á McLaren náði öðru sætinu á lokahring sínum og fögnuðu þá starfsmenn Toro Rosso á viðgerðarsvæðinu sem óðir væru enda í fyrsta sinn sem liðið á bíl á ráspól. Mark Webber hjá Red Bull var þriðji og Bourdais, félagi Vettel hjá Toro Rosso, fjórði.
Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira