Vettel bestur í bleytunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2008 13:15 Sebastian Vettel ók vel í dag. Nordic Photos / AFP Þjóðverjinn ungi, Sebastian Vettel, gerði sér lítið fyrir og náði bestum tíma í tímatökunni fyrir ítalska kappaksturinn á Monza-brautinni í dag. Vettel náði bestum tíma í bæði annarri og þriðju tímatökunni en rigningin gerðu mörgum bestu ökuþórunum afar erfitt fyrir. Rigningin versnaði í miðri annarri tímatökunni og hvorki Lewis Hamilton né Kimi Raikkönen gátu nokkuð að gert enda allt of seinir út á brautina. Þeir voru síðastir í tímatökunni og verða í 15. og 16. sæti á ráspól. Aðrir sem féllu úr leik eftir aðra tímatökuna voru David Coulthard, Giancarlo Fisichella og Robert Kubica. Massa náði að skríða inn í lokatímatökuna með því að ná tíunda sætinu. Hann náði vinna sig upp í sjötta sætið. Heikki Kovalainen á McLaren náði öðru sætinu á lokahring sínum og fögnuðu þá starfsmenn Toro Rosso á viðgerðarsvæðinu sem óðir væru enda í fyrsta sinn sem liðið á bíl á ráspól. Mark Webber hjá Red Bull var þriðji og Bourdais, félagi Vettel hjá Toro Rosso, fjórði. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn ungi, Sebastian Vettel, gerði sér lítið fyrir og náði bestum tíma í tímatökunni fyrir ítalska kappaksturinn á Monza-brautinni í dag. Vettel náði bestum tíma í bæði annarri og þriðju tímatökunni en rigningin gerðu mörgum bestu ökuþórunum afar erfitt fyrir. Rigningin versnaði í miðri annarri tímatökunni og hvorki Lewis Hamilton né Kimi Raikkönen gátu nokkuð að gert enda allt of seinir út á brautina. Þeir voru síðastir í tímatökunni og verða í 15. og 16. sæti á ráspól. Aðrir sem féllu úr leik eftir aðra tímatökuna voru David Coulthard, Giancarlo Fisichella og Robert Kubica. Massa náði að skríða inn í lokatímatökuna með því að ná tíunda sætinu. Hann náði vinna sig upp í sjötta sætið. Heikki Kovalainen á McLaren náði öðru sætinu á lokahring sínum og fögnuðu þá starfsmenn Toro Rosso á viðgerðarsvæðinu sem óðir væru enda í fyrsta sinn sem liðið á bíl á ráspól. Mark Webber hjá Red Bull var þriðji og Bourdais, félagi Vettel hjá Toro Rosso, fjórði.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira