Sagan á bakvið Lehman Brothers 17. september 2008 00:01 Höfuðstöðvar Lehman Með gjaldþroti Lehman Brothers hverfur eitt sögufrægasta fyrirtæki Wall Street af sjónarsviðinu. Það var stofnað 1850 í Montgomery í Alabama og fékkst í fyrstu aðallega við bómullarviðskipti. Árið 1906 tók fyrirtækið að fást við verðbréfaverslun þegar það tók í félagi við Goldman Sachs að sér fyrstu hlutafjárútboð margra mikilvægustu fyrirtækja Bandaríkjanna. Lehman sérhæfði sig í fasteignatryggðum verðbréfum og var með fyrstu fyrirtækjunum á Wall Street til að bjóða upp á fjármálagerninga og skuldvafninga byggða á þeim. Eftir 2001 nýtti fyrirtækið þessa sérþekkingu til að sækja inn á áhættusaman markað með ýmis fasteignaskuldabréf. Þegar fjármálakreppan skall á var Lehman stærsti útgefandi fasteignatryggðra skuldvafninga í Bandaríkjunum. Þegar undirmálslánakreppan gerði vart við sig fullvissaði forstjórinn Richard Fuld fjárfesta hins vegar um að fyrirtækið stæði traustum fótum og ætti lítið af áhættusömum skuldvafningum. Síðan þá hefur komið í ljós að uppgjör félagsins voru fegruð með bókhaldsbrellum. Síðan í vor hefur Lehman afskrifað 8,2 milljarða og ljóst var að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði síst skárri. Áætlað hefur verið að Lehman hafi átt um 61 milljarð dala í ýmsum fasteignatryggðum skuldabréfum, og meira af eiginfé fyrirtækisins var bundið í illseljanlegum skuldvafningum en nokkurs annars fjárfestingarbanka, að Merrill Lynch frátöldum. Ólíkt Merrill átti Lehman hins vegar lítið af eignum sem auðvelt var að koma í verð til að bregðast við tapi og afskriftum. Eina leið Lehman út úr vandanum var því að finna nýja hluthafa sem hefðu getað endurfjármagnað reksturinn, og þegar sú leit bar engan árangur var gjaldþrot óumflýjanlegt. - msh Markaðir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Með gjaldþroti Lehman Brothers hverfur eitt sögufrægasta fyrirtæki Wall Street af sjónarsviðinu. Það var stofnað 1850 í Montgomery í Alabama og fékkst í fyrstu aðallega við bómullarviðskipti. Árið 1906 tók fyrirtækið að fást við verðbréfaverslun þegar það tók í félagi við Goldman Sachs að sér fyrstu hlutafjárútboð margra mikilvægustu fyrirtækja Bandaríkjanna. Lehman sérhæfði sig í fasteignatryggðum verðbréfum og var með fyrstu fyrirtækjunum á Wall Street til að bjóða upp á fjármálagerninga og skuldvafninga byggða á þeim. Eftir 2001 nýtti fyrirtækið þessa sérþekkingu til að sækja inn á áhættusaman markað með ýmis fasteignaskuldabréf. Þegar fjármálakreppan skall á var Lehman stærsti útgefandi fasteignatryggðra skuldvafninga í Bandaríkjunum. Þegar undirmálslánakreppan gerði vart við sig fullvissaði forstjórinn Richard Fuld fjárfesta hins vegar um að fyrirtækið stæði traustum fótum og ætti lítið af áhættusömum skuldvafningum. Síðan þá hefur komið í ljós að uppgjör félagsins voru fegruð með bókhaldsbrellum. Síðan í vor hefur Lehman afskrifað 8,2 milljarða og ljóst var að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði síst skárri. Áætlað hefur verið að Lehman hafi átt um 61 milljarð dala í ýmsum fasteignatryggðum skuldabréfum, og meira af eiginfé fyrirtækisins var bundið í illseljanlegum skuldvafningum en nokkurs annars fjárfestingarbanka, að Merrill Lynch frátöldum. Ólíkt Merrill átti Lehman hins vegar lítið af eignum sem auðvelt var að koma í verð til að bregðast við tapi og afskriftum. Eina leið Lehman út úr vandanum var því að finna nýja hluthafa sem hefðu getað endurfjármagnað reksturinn, og þegar sú leit bar engan árangur var gjaldþrot óumflýjanlegt. - msh
Markaðir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf