Handbolti

HK vann góðan sigur á FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Hjaltested skoraði sex mörk fyrir HK í dag.
Ragnar Hjaltested skoraði sex mörk fyrir HK í dag.
FH-ingum mistókst að saxa forskot Vals á toppi N1-deildar karla er liðið tapaði fyrir HK á útivelli í dag, 32-28.

Staðan í hálfleik var 15-14 fyrir FH-inga en góð byrjun heimamanna í síðari hálfleik gerði í raun út um leikinn. HK skoraði sex mörk í röð og breytti stöðunni úr 15-16 í 21-16.

HK tók Aron Pálmarsson, leikstjórnanda FH, úr umferð stærsta hlutan leiksins og skoraði hann því aðeins fjögur mörk í leiknum. Ólafur Guðmundsson var markahæstur FH-inga með þrettán mörk.

Hjá HK var Valdimar Þórsson markahæstur með sjö mörk en þeir Gunnar Steinn Jónsson, Ragnar Hjaltested og Brynjar Hreggviðsson skoruðu sex mörk hver.

FH og HK eru nú bæði með tíu stig, rétt eins og Fram, í 3.-5. sæti deildarinnar. Fram á þó leik til góða.

Valur er á toppnum með þrettán stig og Akureyri er í öðru sæti með tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×