Erlent

Jólasveinar, móðir og másandi

Óli Tynes skrifar
Hó hó hó.
Hó hó hó. MYND/AP

Jólasveinar eru nú á harðahlaupum út um allan heim til þess að styrkja góð málefni. Á Ítalíu fóru þrjátíu jólasveinar í mini9-maraþonhlaup um hina fornu miðborg Rómar. Samskonar hlaup var í Milano.

Þýskir jólasveinar eru ekki síður góðhjartaðir og ekki færri en 2000 mættu til að taka þátt í jólasveinahlaupi í Hamborg.

Málefnin sem sveinkarnir styðja eru margvísleg, en langflest tengjast börnum á einhvern hátt. Á Ítalíu er til dæmis hlaupið fyrir börn sem þurfa að vera á sjúkrahúsi yfir jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×