NBA: Mikil barátta um 8. sætið í Vesturdeildinni 13. apríl 2008 12:18 Stephen Jackson og félagar í Golden State hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni NordcPhotos/GettyImages Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver og Golden State há mikla baráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem þau eru nú hnífjöfn í áttunda og níunda sæti. Denver steinlá í Utah í nótt 124-97 þrátt fyrir 28 stig frá Allen Iverson, en þrír leikmenn Utah skoruðu 20 stig í leiknum. Utah hefur aðeins tapað fjórum leikjum á heimavelli í allan vetur. Á sama tíma vann Golden State 122-116 sigur á LA Clippers og því eru liðin jöfn - hafa bæði unnið 48 leiki og tapað 32. Verði þau jöfn fer Denver í úrslitakeppnina vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum. Bæði lið eiga aðeins tvo leiki eftir í deildarkeppninni. Stephen Jackson skoraði 28 stig fyrir Golden State í nótt en Cuttino Mobley skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers. Í baráttunni um áttunda sætið í Austurdeildinni gerðist það að bæði Atlanta og Indiana töpuðu en Atlanta er í 8. sætinu sem stendur og vantar nú aðeins einn sigur til að tryggja sér lokasætið í úrslitakeppninni. Atlanta tapaði fyrir Boston 99-89. Kevin Garnett skoraði 24 stig fyrir Boston en Joe Johnson 21 fyrir Atlanta. Á sama tíma tapaði Indiana fyrir Charlotte á heimavelli 107-103 og á því aðeins veika von um að komast í úrslitakeppnina. Washington styrkti stöðu sína með 109-93 sigri á Philadelphia. Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 13 fráköst fyrir Washington en Andre Iguodala skoraði 22 fyrir Philadelphia. New Orleans tapaði öðrum leik sínum í röð þegar það lá í Sacramento 94-91 og hefur því glutrað niður forskoti sínu á toppi Vesturdeildarinnar. Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Sacramento en David West var með 30 stig og 15 fráköst hjá New Orleans. Dallas tapaði í Portland 108-105, Minnesota lagði Memphis 114-105 og New Jersey vann Milwaukee úti 111-98. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver og Golden State há mikla baráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem þau eru nú hnífjöfn í áttunda og níunda sæti. Denver steinlá í Utah í nótt 124-97 þrátt fyrir 28 stig frá Allen Iverson, en þrír leikmenn Utah skoruðu 20 stig í leiknum. Utah hefur aðeins tapað fjórum leikjum á heimavelli í allan vetur. Á sama tíma vann Golden State 122-116 sigur á LA Clippers og því eru liðin jöfn - hafa bæði unnið 48 leiki og tapað 32. Verði þau jöfn fer Denver í úrslitakeppnina vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum. Bæði lið eiga aðeins tvo leiki eftir í deildarkeppninni. Stephen Jackson skoraði 28 stig fyrir Golden State í nótt en Cuttino Mobley skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers. Í baráttunni um áttunda sætið í Austurdeildinni gerðist það að bæði Atlanta og Indiana töpuðu en Atlanta er í 8. sætinu sem stendur og vantar nú aðeins einn sigur til að tryggja sér lokasætið í úrslitakeppninni. Atlanta tapaði fyrir Boston 99-89. Kevin Garnett skoraði 24 stig fyrir Boston en Joe Johnson 21 fyrir Atlanta. Á sama tíma tapaði Indiana fyrir Charlotte á heimavelli 107-103 og á því aðeins veika von um að komast í úrslitakeppnina. Washington styrkti stöðu sína með 109-93 sigri á Philadelphia. Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 13 fráköst fyrir Washington en Andre Iguodala skoraði 22 fyrir Philadelphia. New Orleans tapaði öðrum leik sínum í röð þegar það lá í Sacramento 94-91 og hefur því glutrað niður forskoti sínu á toppi Vesturdeildarinnar. Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Sacramento en David West var með 30 stig og 15 fráköst hjá New Orleans. Dallas tapaði í Portland 108-105, Minnesota lagði Memphis 114-105 og New Jersey vann Milwaukee úti 111-98. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira