FH gerði jafntefli við Aston Villa á útivelli Elvar Geir Magnússon skrifar 28. ágúst 2008 20:45 Úr fyrri leiknum. Mynd/Pjetur Aston Villa - FH 1-1 (Samtals: 5-2)1-0 Craig Gardner (27.) 1-1 Atli Viðar Björnsson (30.) Aston Villa og FH gerðu jafntefli 1-1 í Birmingham í kvöld. Frábær úrslit fyrir FH-inga sem geta verið stoltir af sinni frammistöðu. Villa vann fyrri leikinn 4-1 en Hafnarfjarðarliðið var mun þéttara í leiknum í kvöld. Villa komst yfir á 27. mínútu leiksins en skömmu síðar náði Atli Viðar Björnsson að jafna. Fleiri urðu mörkin ekki. Aston Villa átti fleiri skot að marki en leikurinn var engin einstefna og Jónas Grani Garðarsson fékk gott færi undir lokin til að tryggja FH sigurinn. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi en hana má lesa í heild sinni hér að neðan. _____________________________ 20:48 Leik er lokið í Birmingham. Frábær úrslit fyrir FH, 1-1 jafntefli. Aston Villa kemst áfram á 5-2 sigri samtals. 20:44 Jónas Grani fékk besta færi seinni hálfleiks til að koma FH yfir á 88. mínútu leiksins! Skot hans fór hinsvegar í hliðarnetið. Frábært færi! 20:42 „Leikmenn FH geta verið stoltir af sinni frammistöðu í kvöld. Þeir fá líklega ekki móttökuathöfn á Arnarhóli en það verður kannski einhver stemning á Þórsplani í Hafnarfirði," segir Hörður Magnússon. Jónas Grani Garðarsson kominn inn fyrir Matthías Vilhjálmsson. Fjórar mínútur eftir af leiknum. 20:39 Skipting á 83. mínútu. Guðmundur Sævarsson inn fyrir Tryggva. Það eru rúmlega 25 þúsund áhorfendur á Villa Park í kvöld. Prýðilegt það. 20:37 Jæja, jafnteflið í sjónmáli. 82 mínútur á klukkunni. Tryggvi Guðmundsson að biðja um skiptingu. 20:30 Harewood (sem hefur verið pínlega slakur í leiknum) fékk dauðafæri en Gunnar Sigurðsson varði vel. Frákastið barst til Delfouneso sem skaut yfir. 20:25 Davíð Þór Viðarsson hefur átt góðan leik á miðjunni. Allt annað að sjá til hans í kvöld en í fyrri leiknum þar sem hann náði sér engan veginn á strik. 20:22 Skemmtilega útfærð hornspyrna hjá FH sem endaði með skoti frá Ásgeiri Gunnari sem fór í hliðarnetið. Ekki jafnmikið um færi í seinni hálfleik eins og í þeim fyrri. 66 mínútur liðnar af leiknum. 20:20 Agbonlahor farinn af velli hjá Villa og í stað hans er kominn 17 ára strákur, Nathan Delfouneso. Efnilegur leikmaður sem hefur skorað mikið fyrir vara- og unglingalið Villa. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir U17 landslið Englands. 20:15 Skipting á 58. mínútu. Atli Guðnason inn fyrir Atla Viðar Björnsson. 20:13 Atli Viðar með skot fyrir utan teig sem Friedel á ekki í vandræðum með. Um að gera að reyna samt. 20:10 Kolbrún Vala Jónsdóttir, sjúkraþjálfari FH, er vinsæl meðal stuðningsmanna Villa. Hún kom inn á völlinn til að veita Ásgeiri Gunnari aðhlynningu og fékk mikið flaut frá áhorfendum. 20:05 Fjórar mínútur liðnar af seinni hálfleik og Aston Villa búið að vera með boltann samfleytt síðan seinni hálfleikurinn var flautaður á. 19:45 Hálfleikur Hjörtur Logi Valgarðsson fékk gult spjald undir lok fyrri hálfleiksins. 19:39 „Að mínu mati er þetta allt að því sanngjörn staða. FH-ingar hafa verið að leika mjög vel," segir Hörður Magnússon sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. Marlon Harewood fékk réttilega gult spjald fyrir að hafa brotið á Birni Sverrissyni. 19:33 Verulega athyglisverður leikur í gangi hér á Villa Park. Nú þarf FH að skora þrjú mörk til að fá leikinn í framlengingu. Of mikil bjartsýni? 19:30 MARK! Aston Villa 1-1 FH FH svarar strax. Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson jafnar í 1-1. Brad Friedel sló fyrirgjöf frá hægri út í teiginn þar sem Atli Viðar var í dauðafæri og kláraði vel. 19:27 MARK! Aston Villa 1-0 FH Marlon Harewood renndi boltanum út í teiginn þar sem Craig Gardner var mættur og skoraði með föstu skoti. Staðan orðin 5-1 samtals. 19:25 Góð sókn FH. Atli Viðar geystist upp hægri kantinn og náði góðri sendingu fyrir á Tryggva Guðmundsson. Tryggvi náði skalla á markið en beint á Brad Friedel. 19:21 Gareth Barry nálægt því að skora. Lék á Tryggva Guðmundsson og átti síðan skot hárfínt framhjá. Aston Villa átt hættuleg skot hér þegar fyrri hálfleikur er um hálfnaður en enn ekki náð að hitta á markið. 19:16 Eins og við var að búast hafa heimamenn verið mun meira með boltann og átt nokkrar hættulegar sóknir síðustu mínútur. Moustapha Salifou frá Tógó átti fínt skot hér rétt áðan en yfir. 19:08 Matthías Guðmundsson átti fína skottilraun en Brad Friedel varði í horn. Ekkert varð úr hornspyrnunni. 19:06 Á þessum tímapunkti í fyrri leiknum var FH búið að fá á sig tvö mörk! Þetta byrjar betur núna, ekkert mark komið eftir um sjö mínútna leik. Jonathan Stevenson hjá BBC hefur ekki mikla trú á FH í þessum leik og spáir hann 6-0 sigri Aston Villa. 19:03 Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, með fyrsta skot Hafnarfjarðarliðsins. Það er af löngu færi og hittir ekki rammann. 19:00 Leikurinn er farinn af stað. Wayne Routledge átti fyrsta skotið strax á 1. mínútu en það fór langt framhjá. 18:58 Allt að verða klárt á Villa Park í Birmingham og það er ágætis fjöldi á leiknum. Hægt var að kaupa miða á leikinn í forsölu á 10 pund eða 1.500 íslenskar krónur ytra. 18:44 Aston Villa gerir alls sex breytingar á sínu byrjunarliði frá fyrri leiknum. Wayne Routledge og Moustapha Salifou eru í fyrsta sinn í byrjunarliði Villa. Marlon Harewood, Zat Knight, Craig Gardner og Isaiah Osbourne koma allir inn í byrjunarliðið. Byrjunarlið Aston Villa: Brad Friedel (m); Craig Gardner, Zat Knight, Curtis Davies, Gareth Barry; Wayne Routledge, Nigel Reo-Coker, Isiah Osbourne, Mustapha Salifou; Gabriel Agbonlahor, Marlon Harewood. 18:41 Dómaratríóið í kvöld er frá Hollandi. Bjorn Kuipers er með flautuna en hann ákvað ungur að feta í fótspor föður síns og verða knattspyrnudómari. Hann dæmdi sinn fyrsta Meistaradeildarleik í fyrra. 18:30 Heimir Guðjónsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði FH frá fyrri leiknum. Ásgeir Gunnar leikur í hægri bakverði í stað Höskuldar Eiríkssonar sem vill líklega gleyma fyrri leiknum sem fyrst. Þá er Atli Viðar í fremstu víglínu í stað nafna síns Guðnasonar. Byrjunarlið FH: Gunnar Sigurðsson (m); Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Tommy Nielsen, Dennis Siim, Hjörtur Logi Valgarðsson; Davíð Þór Viðarsson (f), Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson; Matthías Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson. Evrópudeild UEFA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira
Aston Villa - FH 1-1 (Samtals: 5-2)1-0 Craig Gardner (27.) 1-1 Atli Viðar Björnsson (30.) Aston Villa og FH gerðu jafntefli 1-1 í Birmingham í kvöld. Frábær úrslit fyrir FH-inga sem geta verið stoltir af sinni frammistöðu. Villa vann fyrri leikinn 4-1 en Hafnarfjarðarliðið var mun þéttara í leiknum í kvöld. Villa komst yfir á 27. mínútu leiksins en skömmu síðar náði Atli Viðar Björnsson að jafna. Fleiri urðu mörkin ekki. Aston Villa átti fleiri skot að marki en leikurinn var engin einstefna og Jónas Grani Garðarsson fékk gott færi undir lokin til að tryggja FH sigurinn. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi en hana má lesa í heild sinni hér að neðan. _____________________________ 20:48 Leik er lokið í Birmingham. Frábær úrslit fyrir FH, 1-1 jafntefli. Aston Villa kemst áfram á 5-2 sigri samtals. 20:44 Jónas Grani fékk besta færi seinni hálfleiks til að koma FH yfir á 88. mínútu leiksins! Skot hans fór hinsvegar í hliðarnetið. Frábært færi! 20:42 „Leikmenn FH geta verið stoltir af sinni frammistöðu í kvöld. Þeir fá líklega ekki móttökuathöfn á Arnarhóli en það verður kannski einhver stemning á Þórsplani í Hafnarfirði," segir Hörður Magnússon. Jónas Grani Garðarsson kominn inn fyrir Matthías Vilhjálmsson. Fjórar mínútur eftir af leiknum. 20:39 Skipting á 83. mínútu. Guðmundur Sævarsson inn fyrir Tryggva. Það eru rúmlega 25 þúsund áhorfendur á Villa Park í kvöld. Prýðilegt það. 20:37 Jæja, jafnteflið í sjónmáli. 82 mínútur á klukkunni. Tryggvi Guðmundsson að biðja um skiptingu. 20:30 Harewood (sem hefur verið pínlega slakur í leiknum) fékk dauðafæri en Gunnar Sigurðsson varði vel. Frákastið barst til Delfouneso sem skaut yfir. 20:25 Davíð Þór Viðarsson hefur átt góðan leik á miðjunni. Allt annað að sjá til hans í kvöld en í fyrri leiknum þar sem hann náði sér engan veginn á strik. 20:22 Skemmtilega útfærð hornspyrna hjá FH sem endaði með skoti frá Ásgeiri Gunnari sem fór í hliðarnetið. Ekki jafnmikið um færi í seinni hálfleik eins og í þeim fyrri. 66 mínútur liðnar af leiknum. 20:20 Agbonlahor farinn af velli hjá Villa og í stað hans er kominn 17 ára strákur, Nathan Delfouneso. Efnilegur leikmaður sem hefur skorað mikið fyrir vara- og unglingalið Villa. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir U17 landslið Englands. 20:15 Skipting á 58. mínútu. Atli Guðnason inn fyrir Atla Viðar Björnsson. 20:13 Atli Viðar með skot fyrir utan teig sem Friedel á ekki í vandræðum með. Um að gera að reyna samt. 20:10 Kolbrún Vala Jónsdóttir, sjúkraþjálfari FH, er vinsæl meðal stuðningsmanna Villa. Hún kom inn á völlinn til að veita Ásgeiri Gunnari aðhlynningu og fékk mikið flaut frá áhorfendum. 20:05 Fjórar mínútur liðnar af seinni hálfleik og Aston Villa búið að vera með boltann samfleytt síðan seinni hálfleikurinn var flautaður á. 19:45 Hálfleikur Hjörtur Logi Valgarðsson fékk gult spjald undir lok fyrri hálfleiksins. 19:39 „Að mínu mati er þetta allt að því sanngjörn staða. FH-ingar hafa verið að leika mjög vel," segir Hörður Magnússon sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. Marlon Harewood fékk réttilega gult spjald fyrir að hafa brotið á Birni Sverrissyni. 19:33 Verulega athyglisverður leikur í gangi hér á Villa Park. Nú þarf FH að skora þrjú mörk til að fá leikinn í framlengingu. Of mikil bjartsýni? 19:30 MARK! Aston Villa 1-1 FH FH svarar strax. Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson jafnar í 1-1. Brad Friedel sló fyrirgjöf frá hægri út í teiginn þar sem Atli Viðar var í dauðafæri og kláraði vel. 19:27 MARK! Aston Villa 1-0 FH Marlon Harewood renndi boltanum út í teiginn þar sem Craig Gardner var mættur og skoraði með föstu skoti. Staðan orðin 5-1 samtals. 19:25 Góð sókn FH. Atli Viðar geystist upp hægri kantinn og náði góðri sendingu fyrir á Tryggva Guðmundsson. Tryggvi náði skalla á markið en beint á Brad Friedel. 19:21 Gareth Barry nálægt því að skora. Lék á Tryggva Guðmundsson og átti síðan skot hárfínt framhjá. Aston Villa átt hættuleg skot hér þegar fyrri hálfleikur er um hálfnaður en enn ekki náð að hitta á markið. 19:16 Eins og við var að búast hafa heimamenn verið mun meira með boltann og átt nokkrar hættulegar sóknir síðustu mínútur. Moustapha Salifou frá Tógó átti fínt skot hér rétt áðan en yfir. 19:08 Matthías Guðmundsson átti fína skottilraun en Brad Friedel varði í horn. Ekkert varð úr hornspyrnunni. 19:06 Á þessum tímapunkti í fyrri leiknum var FH búið að fá á sig tvö mörk! Þetta byrjar betur núna, ekkert mark komið eftir um sjö mínútna leik. Jonathan Stevenson hjá BBC hefur ekki mikla trú á FH í þessum leik og spáir hann 6-0 sigri Aston Villa. 19:03 Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, með fyrsta skot Hafnarfjarðarliðsins. Það er af löngu færi og hittir ekki rammann. 19:00 Leikurinn er farinn af stað. Wayne Routledge átti fyrsta skotið strax á 1. mínútu en það fór langt framhjá. 18:58 Allt að verða klárt á Villa Park í Birmingham og það er ágætis fjöldi á leiknum. Hægt var að kaupa miða á leikinn í forsölu á 10 pund eða 1.500 íslenskar krónur ytra. 18:44 Aston Villa gerir alls sex breytingar á sínu byrjunarliði frá fyrri leiknum. Wayne Routledge og Moustapha Salifou eru í fyrsta sinn í byrjunarliði Villa. Marlon Harewood, Zat Knight, Craig Gardner og Isaiah Osbourne koma allir inn í byrjunarliðið. Byrjunarlið Aston Villa: Brad Friedel (m); Craig Gardner, Zat Knight, Curtis Davies, Gareth Barry; Wayne Routledge, Nigel Reo-Coker, Isiah Osbourne, Mustapha Salifou; Gabriel Agbonlahor, Marlon Harewood. 18:41 Dómaratríóið í kvöld er frá Hollandi. Bjorn Kuipers er með flautuna en hann ákvað ungur að feta í fótspor föður síns og verða knattspyrnudómari. Hann dæmdi sinn fyrsta Meistaradeildarleik í fyrra. 18:30 Heimir Guðjónsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði FH frá fyrri leiknum. Ásgeir Gunnar leikur í hægri bakverði í stað Höskuldar Eiríkssonar sem vill líklega gleyma fyrri leiknum sem fyrst. Þá er Atli Viðar í fremstu víglínu í stað nafna síns Guðnasonar. Byrjunarlið FH: Gunnar Sigurðsson (m); Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Tommy Nielsen, Dennis Siim, Hjörtur Logi Valgarðsson; Davíð Þór Viðarsson (f), Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson; Matthías Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira