Sigursteinn Gíslason mun taka við liði Leiknis í 1. deild karla eftir leiktímabilið en þetta kemur fram á heimasíðu Breiðholtsliðsins. Sigursteinn hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari KR.
Sigursteinn er nífaldur Íslandsmeistari í knattspyrnu en sem leikmaður lék hann með ÍA, KR og einnig um tíma með Stoke City í enska boltanum.
Auk þess að hafa verið aðstoðarþjálfari KR þá var hann um tíma aðalþjálfari liðsins eftir að Magnús Gylfason lét af störfum sumarið 2005. Þá hefur hann stýrt 2. flokki KR og verið aðstoðarþjálfari Víkings.
Leiknir hafnaði í sjöunda sæti 1. deildar í sumar undir stjórn Garðars Gunnars Ásgeirssonar en ákveðið var að endurráða Garðar ekki.
Heimild: Heimasíða Leiknis