"Þjóðnýtingin" gladdi bandaríska fjárfesta 8. september 2008 20:44 Gengi hlutabréfa hækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag í kjölfar yfirtöku ríkisins á fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Þetta er jafnframt umfangsmesta björgunaraðgerð í sögu fjármálageirans. Ekki liggur enn fyrir hversu kostnaðarsöm aðgerðin verður en ríkið mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma sjóðunum á réttan kjöl. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar aðgerðir stjórnvalda voru útlistaðar í Washington-borg í gær, að fasteignalánasjóðirnir, sem hefðu um helmingshlutdeild á bandarískum fasteignalánamarkaði, væru svo samofnir þarlendu efnahagslífi að yfirvofandi gjaldþrot þeirra gæti boðið hættunni heim - jafnvel langt út fyrir landssteina. Fréttaskýrendur segja í dag, að hækkun á helstu fjármálamörkuðum heimsins liggi í því að björgunaraðgerðirnar geti leitt til þess að senn sjái fyrir endann á lausafjárþurrðinni - í það minnsta komið jafnvægi á markaðinn - sem plagað hefur fjármálalífið í rúmt ár, líkt og fréttastofa Bloomberg tók til orða nú undir kvöld. Gengi bréfa í fasteignasjóðunum féll um tuttugu prósent þegar fréttist að stjórnvöld ættu í viðræðum um yfirtöku á þeim eftir lokun markaða á föstudag og um tæp níutíu prósent yfir daginn í dag. Fjármálasérfræðingar reikna með að gengi þeirra geti fallið enn meira en bandaríski bankinn Citigroup spáði því að gengi bréfa í Fannie Mae geti farið allt niður í 30 sent á hlut. Fyrir nákvæmlega ári síðan stóð gengi Fannie Mae í 62,5 dölum á hlut. Við lokun markaða í dag stóð það í 73 sentum. Þá stóð gengi Freddie Mac í 59,3 dölum á hlut fyrir ári. Það endaði í 88 sentum í lok dags. Gengi Fannie hækkaði lítillega í utanþingsviðskiptum eftir lokun markaða á meðan Freddie seig um rúm fjögur prósent. Á sama tíma stóð gengi bréfa í DeCode í stað, eða í 1,13 dölum á hlut. Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauk upp um 2,59 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,62 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag í kjölfar yfirtöku ríkisins á fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Þetta er jafnframt umfangsmesta björgunaraðgerð í sögu fjármálageirans. Ekki liggur enn fyrir hversu kostnaðarsöm aðgerðin verður en ríkið mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma sjóðunum á réttan kjöl. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar aðgerðir stjórnvalda voru útlistaðar í Washington-borg í gær, að fasteignalánasjóðirnir, sem hefðu um helmingshlutdeild á bandarískum fasteignalánamarkaði, væru svo samofnir þarlendu efnahagslífi að yfirvofandi gjaldþrot þeirra gæti boðið hættunni heim - jafnvel langt út fyrir landssteina. Fréttaskýrendur segja í dag, að hækkun á helstu fjármálamörkuðum heimsins liggi í því að björgunaraðgerðirnar geti leitt til þess að senn sjái fyrir endann á lausafjárþurrðinni - í það minnsta komið jafnvægi á markaðinn - sem plagað hefur fjármálalífið í rúmt ár, líkt og fréttastofa Bloomberg tók til orða nú undir kvöld. Gengi bréfa í fasteignasjóðunum féll um tuttugu prósent þegar fréttist að stjórnvöld ættu í viðræðum um yfirtöku á þeim eftir lokun markaða á föstudag og um tæp níutíu prósent yfir daginn í dag. Fjármálasérfræðingar reikna með að gengi þeirra geti fallið enn meira en bandaríski bankinn Citigroup spáði því að gengi bréfa í Fannie Mae geti farið allt niður í 30 sent á hlut. Fyrir nákvæmlega ári síðan stóð gengi Fannie Mae í 62,5 dölum á hlut. Við lokun markaða í dag stóð það í 73 sentum. Þá stóð gengi Freddie Mac í 59,3 dölum á hlut fyrir ári. Það endaði í 88 sentum í lok dags. Gengi Fannie hækkaði lítillega í utanþingsviðskiptum eftir lokun markaða á meðan Freddie seig um rúm fjögur prósent. Á sama tíma stóð gengi bréfa í DeCode í stað, eða í 1,13 dölum á hlut. Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauk upp um 2,59 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,62 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira