"Þjóðnýtingin" gladdi bandaríska fjárfesta 8. september 2008 20:44 Gengi hlutabréfa hækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag í kjölfar yfirtöku ríkisins á fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Þetta er jafnframt umfangsmesta björgunaraðgerð í sögu fjármálageirans. Ekki liggur enn fyrir hversu kostnaðarsöm aðgerðin verður en ríkið mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma sjóðunum á réttan kjöl. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar aðgerðir stjórnvalda voru útlistaðar í Washington-borg í gær, að fasteignalánasjóðirnir, sem hefðu um helmingshlutdeild á bandarískum fasteignalánamarkaði, væru svo samofnir þarlendu efnahagslífi að yfirvofandi gjaldþrot þeirra gæti boðið hættunni heim - jafnvel langt út fyrir landssteina. Fréttaskýrendur segja í dag, að hækkun á helstu fjármálamörkuðum heimsins liggi í því að björgunaraðgerðirnar geti leitt til þess að senn sjái fyrir endann á lausafjárþurrðinni - í það minnsta komið jafnvægi á markaðinn - sem plagað hefur fjármálalífið í rúmt ár, líkt og fréttastofa Bloomberg tók til orða nú undir kvöld. Gengi bréfa í fasteignasjóðunum féll um tuttugu prósent þegar fréttist að stjórnvöld ættu í viðræðum um yfirtöku á þeim eftir lokun markaða á föstudag og um tæp níutíu prósent yfir daginn í dag. Fjármálasérfræðingar reikna með að gengi þeirra geti fallið enn meira en bandaríski bankinn Citigroup spáði því að gengi bréfa í Fannie Mae geti farið allt niður í 30 sent á hlut. Fyrir nákvæmlega ári síðan stóð gengi Fannie Mae í 62,5 dölum á hlut. Við lokun markaða í dag stóð það í 73 sentum. Þá stóð gengi Freddie Mac í 59,3 dölum á hlut fyrir ári. Það endaði í 88 sentum í lok dags. Gengi Fannie hækkaði lítillega í utanþingsviðskiptum eftir lokun markaða á meðan Freddie seig um rúm fjögur prósent. Á sama tíma stóð gengi bréfa í DeCode í stað, eða í 1,13 dölum á hlut. Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauk upp um 2,59 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,62 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag í kjölfar yfirtöku ríkisins á fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Þetta er jafnframt umfangsmesta björgunaraðgerð í sögu fjármálageirans. Ekki liggur enn fyrir hversu kostnaðarsöm aðgerðin verður en ríkið mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma sjóðunum á réttan kjöl. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar aðgerðir stjórnvalda voru útlistaðar í Washington-borg í gær, að fasteignalánasjóðirnir, sem hefðu um helmingshlutdeild á bandarískum fasteignalánamarkaði, væru svo samofnir þarlendu efnahagslífi að yfirvofandi gjaldþrot þeirra gæti boðið hættunni heim - jafnvel langt út fyrir landssteina. Fréttaskýrendur segja í dag, að hækkun á helstu fjármálamörkuðum heimsins liggi í því að björgunaraðgerðirnar geti leitt til þess að senn sjái fyrir endann á lausafjárþurrðinni - í það minnsta komið jafnvægi á markaðinn - sem plagað hefur fjármálalífið í rúmt ár, líkt og fréttastofa Bloomberg tók til orða nú undir kvöld. Gengi bréfa í fasteignasjóðunum féll um tuttugu prósent þegar fréttist að stjórnvöld ættu í viðræðum um yfirtöku á þeim eftir lokun markaða á föstudag og um tæp níutíu prósent yfir daginn í dag. Fjármálasérfræðingar reikna með að gengi þeirra geti fallið enn meira en bandaríski bankinn Citigroup spáði því að gengi bréfa í Fannie Mae geti farið allt niður í 30 sent á hlut. Fyrir nákvæmlega ári síðan stóð gengi Fannie Mae í 62,5 dölum á hlut. Við lokun markaða í dag stóð það í 73 sentum. Þá stóð gengi Freddie Mac í 59,3 dölum á hlut fyrir ári. Það endaði í 88 sentum í lok dags. Gengi Fannie hækkaði lítillega í utanþingsviðskiptum eftir lokun markaða á meðan Freddie seig um rúm fjögur prósent. Á sama tíma stóð gengi bréfa í DeCode í stað, eða í 1,13 dölum á hlut. Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauk upp um 2,59 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,62 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira