Hamilton: Ekki markmið að slá Schumacher við 5. nóvember 2008 02:26 Lewis Hamilton ræðir við Jackie Stewart, þrefaldan meistara í Formúlu 1. Hamilton vill þrjá titla svo hann vinni sér inn McLaren sportbíl. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton segist ekki stefna sérstaklega á að slá met Michael Schumacher hvað flesta titla í Formúlu 1 varðar. Schumacher vann sjö titla á ferlinum, en Hamilton vill þó vinna þrjá til að fá draumabílinn upp í hendurnar. "Ég er ekki að keppa til að slá met Michael Schumacher. Það heillar mig ekkert sem markmið. Ég nýt þess að keppa og vinna og það er stórmál að vinna tiitilinn. Ef ég vinn fleiri titla, þá er það bara gott mál", sagði Lewis Hamilton um fyrsta titilinn. Hann ætlar þó að vinna þrjá titla með McLaren því það þýðir að hann getur eignast McLaren F1 sportbíl, sem Ron Dennis er búinn að lofa honum ef hann nær þrjá tittla. Hamilton hefur langað þann fágæta bíl frá unglingsárunum. "Margir segja að annað árið í Formúlu 1 sé erfiðara en það fyrsta, en ég er ekki sammála því. Ég held maður læri bara ár frá ári og þroskist sem ökumaður og persóna. Ég hlakka til að keyra með tölustafinn 1 á bílnum mínum á næsta ári og hlakka líka til að komast í frí með fjölskyldu minni eftir annasamt ár", sagði Hamilton. Sjá ítarlegt viðtal við Hamilton Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton segist ekki stefna sérstaklega á að slá met Michael Schumacher hvað flesta titla í Formúlu 1 varðar. Schumacher vann sjö titla á ferlinum, en Hamilton vill þó vinna þrjá til að fá draumabílinn upp í hendurnar. "Ég er ekki að keppa til að slá met Michael Schumacher. Það heillar mig ekkert sem markmið. Ég nýt þess að keppa og vinna og það er stórmál að vinna tiitilinn. Ef ég vinn fleiri titla, þá er það bara gott mál", sagði Lewis Hamilton um fyrsta titilinn. Hann ætlar þó að vinna þrjá titla með McLaren því það þýðir að hann getur eignast McLaren F1 sportbíl, sem Ron Dennis er búinn að lofa honum ef hann nær þrjá tittla. Hamilton hefur langað þann fágæta bíl frá unglingsárunum. "Margir segja að annað árið í Formúlu 1 sé erfiðara en það fyrsta, en ég er ekki sammála því. Ég held maður læri bara ár frá ári og þroskist sem ökumaður og persóna. Ég hlakka til að keyra með tölustafinn 1 á bílnum mínum á næsta ári og hlakka líka til að komast í frí með fjölskyldu minni eftir annasamt ár", sagði Hamilton. Sjá ítarlegt viðtal við Hamilton
Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira