Handbolti

Rúnar með fimmtán mörk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kárason, leikmaður Fram.
Rúnar Kárason, leikmaður Fram.
Tveir leikir fóru fram í N1-deild karla í kvöld þar sem að Fram og FH skildu jöfn, 28-28. Þá vann Stjarnan sigur á Hk á útivelli, 29-26.

Rúnar Kárason fór á kostum í liði Fram og skoraði fimmtán mörk en næstur kom Andri Berg Haraldsson með fimm.

Ólafur Guðmundsson fór einnig mikinn í leiknum en hann skoraði tólf mörk fyrir FH. Sigurður Ágústsson, Aron Pálmason og Ásbjörn Friðriksson skoruðu fjögur mörk hver.

Valur er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með átta stig en FH kemur næst með sex. Fram er í þriðja sæti með fimm stig en á leik til góða.

Stjarnan vann í kvöld sinn fyrsta sigur á tímabilinu en liðið er í næstneðsta sæti með þrjú stig eftir fjóra leiki. HK er með fjögur stig en eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×