Köld rökhyggja Þorsteinn Pálsson skrifar 24. október 2008 05:30 Mörg þeirra bjargráða sem nú er verið að véla um munu hafa áhrif langt inn í ófyrirséða framtíð. Eins er með hugarástand eins og réttláta reiði heillar þjóðar. Hún getur að vísu eftir eðli sínu verið skammvinn. Áhrif hennar eru á hinn bóginn líkleg til langlífis verði hún allsráðandi um ákvarðanir. Flest bendir til að fjármálakreppan hér heima rétt eins og erlendis eigi að einhverju leyti rætur í gáleysi eða einhvers konar óðagoti við hagnýtingu tækifæra. Í þessu ljósi ætti að vera auðsætt að viðbrögðin við þeim vanda sem af hefur hlotist þurfa að byggjast á hófsemd og yfirvegun. Viðurkenna verður um leið að það er því vandasamara sem aðstæður allar kalla á skjót ráð; og gremju þarf að ræða en ekki bæla niður. Gott væri ef reiðin vegna þess sem á hefur dunið kallaði fram endurmat á ráðandi gildum. Vaxandi vægi ráðdeildar, hagsýni og hófsemi væri góður ávöxtur viðbragða og nýrrar hugsunar. Hitt væri lakara ef hún leiddi þjóðina af þeirri braut sem líklegust er til að bæta og styrkja efnahag hennar til lengri framtíðar. Reynslan sýnir nú að alþjóðavæðing fyrirtækjanna gekk í ýmsum efnum hraðar fram en lýðræðisleg umgjörð þjóðríkjanna og samtaka þeirra réði við. Það þýðir hins vegar ekki að hugmyndin sé dauð eða gagnslaus og einangrunarstefna og sjálfsþurftarbúskapur eigi að taka við. Þvert á móti þarf að berja í brestina og hagnýta áfram þau lögmál sem vænlegust eru til að laða fram hagkvæmni í rekstri og auka verðmætasköpun. Að sönnu er rétt og vitað að bankarnir voru of stórir fyrir íslenska peningakerfið. Það þarf ekki sjálfkrafa að þýða að stór fyrirtæki eigi ekki rétt á sér á Íslandi. Hinn kosturinn sem kemur eins til skoðunar er að tengjast stærra peningakerfi í þeim tilgangi að geta notið ávaxta af öflugum alþjóðlegum fyrirtækjum sem kalla á menntað fólk og lyfta launakjörum. Satt best að segja þarf á ný að plægja frjósaman jarðveg fyrir slík fyrirtæki svo að við getum í framtíðinni náð þeim þjóðum sem við viljum jafna okkur til um lífskjör. Opið trúverðugt efnahags- og peningakerfi sem laðar að erlent fjárfestingarfjármagn er einnig nauðsynlegt. Uppbygging sem einvörðungu á að byggjast á erlendum lánum verður einfaldlega ótraust og of hæg. Þeir sem eiga sparifé í bönkum og peningamarkaðssjóðum eiga ríkra hagsmuna að gæta að það brenni ekki upp. Mesti þjóðhagslegi ávinningurinn af ábyrgð ríkisins felst þó í þeirri staðreynd að hún er forsenda fyrir framtíðar sparnaði komandi kynslóða. Án hans verður takmörkuð frjáls efnahagsstarfsemi. Á sama hátt er brýnt að virða eignarréttinn í þessum hamförum. Áhættufjárfestingar verða áfram forsenda efnahagslegrar nýsköpunar í stóru sem smáu, nýjum greinum jafnt sem hefðbundnum. Traustið þar að baki má ekki brjóta niður. Eitt af stærstu og heitustu viðfangsefnum næstu daga verður meðferð á kröfum Breta. Þar er í tímaþörng glímt við gríðarlega framtíðarhagsmuni. Mikilvægt er að undirgangast ekki þyngri byrðar en lög og alþjóðasamningar kveða á um. Óviðunandi er að aflsmunur ríkja ráði lyktum slíkra mála. Forsætisráðherra hefur því réttilega bent á að dómstólar eru best til þess fallnir að leysa úr slíkum ágreiningi. Heitar tilfinningar eru góðra gjalda verðar. Köld rökhyggja er þó gæfulegri vegvísir inn í nýja framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Mörg þeirra bjargráða sem nú er verið að véla um munu hafa áhrif langt inn í ófyrirséða framtíð. Eins er með hugarástand eins og réttláta reiði heillar þjóðar. Hún getur að vísu eftir eðli sínu verið skammvinn. Áhrif hennar eru á hinn bóginn líkleg til langlífis verði hún allsráðandi um ákvarðanir. Flest bendir til að fjármálakreppan hér heima rétt eins og erlendis eigi að einhverju leyti rætur í gáleysi eða einhvers konar óðagoti við hagnýtingu tækifæra. Í þessu ljósi ætti að vera auðsætt að viðbrögðin við þeim vanda sem af hefur hlotist þurfa að byggjast á hófsemd og yfirvegun. Viðurkenna verður um leið að það er því vandasamara sem aðstæður allar kalla á skjót ráð; og gremju þarf að ræða en ekki bæla niður. Gott væri ef reiðin vegna þess sem á hefur dunið kallaði fram endurmat á ráðandi gildum. Vaxandi vægi ráðdeildar, hagsýni og hófsemi væri góður ávöxtur viðbragða og nýrrar hugsunar. Hitt væri lakara ef hún leiddi þjóðina af þeirri braut sem líklegust er til að bæta og styrkja efnahag hennar til lengri framtíðar. Reynslan sýnir nú að alþjóðavæðing fyrirtækjanna gekk í ýmsum efnum hraðar fram en lýðræðisleg umgjörð þjóðríkjanna og samtaka þeirra réði við. Það þýðir hins vegar ekki að hugmyndin sé dauð eða gagnslaus og einangrunarstefna og sjálfsþurftarbúskapur eigi að taka við. Þvert á móti þarf að berja í brestina og hagnýta áfram þau lögmál sem vænlegust eru til að laða fram hagkvæmni í rekstri og auka verðmætasköpun. Að sönnu er rétt og vitað að bankarnir voru of stórir fyrir íslenska peningakerfið. Það þarf ekki sjálfkrafa að þýða að stór fyrirtæki eigi ekki rétt á sér á Íslandi. Hinn kosturinn sem kemur eins til skoðunar er að tengjast stærra peningakerfi í þeim tilgangi að geta notið ávaxta af öflugum alþjóðlegum fyrirtækjum sem kalla á menntað fólk og lyfta launakjörum. Satt best að segja þarf á ný að plægja frjósaman jarðveg fyrir slík fyrirtæki svo að við getum í framtíðinni náð þeim þjóðum sem við viljum jafna okkur til um lífskjör. Opið trúverðugt efnahags- og peningakerfi sem laðar að erlent fjárfestingarfjármagn er einnig nauðsynlegt. Uppbygging sem einvörðungu á að byggjast á erlendum lánum verður einfaldlega ótraust og of hæg. Þeir sem eiga sparifé í bönkum og peningamarkaðssjóðum eiga ríkra hagsmuna að gæta að það brenni ekki upp. Mesti þjóðhagslegi ávinningurinn af ábyrgð ríkisins felst þó í þeirri staðreynd að hún er forsenda fyrir framtíðar sparnaði komandi kynslóða. Án hans verður takmörkuð frjáls efnahagsstarfsemi. Á sama hátt er brýnt að virða eignarréttinn í þessum hamförum. Áhættufjárfestingar verða áfram forsenda efnahagslegrar nýsköpunar í stóru sem smáu, nýjum greinum jafnt sem hefðbundnum. Traustið þar að baki má ekki brjóta niður. Eitt af stærstu og heitustu viðfangsefnum næstu daga verður meðferð á kröfum Breta. Þar er í tímaþörng glímt við gríðarlega framtíðarhagsmuni. Mikilvægt er að undirgangast ekki þyngri byrðar en lög og alþjóðasamningar kveða á um. Óviðunandi er að aflsmunur ríkja ráði lyktum slíkra mála. Forsætisráðherra hefur því réttilega bent á að dómstólar eru best til þess fallnir að leysa úr slíkum ágreiningi. Heitar tilfinningar eru góðra gjalda verðar. Köld rökhyggja er þó gæfulegri vegvísir inn í nýja framtíð.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun