Körfubolti

Bandaríkin tók gullið í körfubolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurlið Bandaríkjanna.
Sigurlið Bandaríkjanna. Nordic Photos / AFP

Stjörnum prýtt bandarískt landslið í körfubolta vann til gullverðlauna í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í Peking í dag.

Bandaríkjamenn mættu heimsmeisturum Spánverja í úrslitaleiknum í dag og unnu ellefu stiga sigur, 118-107. Leikurinn var jafn og spennandi þó svo að Bandaríkjamenn höfðu undirtökin lengst af.

Spánverjar náðu að minnka muninn í tvö stig undir lok leiksins en þá sigu Bandaríkjamenn fram úr og unnu tryggðu sér gullið.

Dwayne Wade var stigahæstur Bandaríkjamanna með 27 stig og Kobe Bryant kom næstur með 20 stig. LeBron James skoraði fjórtán og þeir Chris Paul og Carmelo Anthony þrettán hvor.

Rudy Fernandez skoraði 22 stig fyrir Spánverja og Pau Gasol 21. Juan Carlos Navarro var með átján stig.

„Það sem þið sáuð hér í dag var liðsheild," sagði Bryant eftir leikinn. „Margir hafa rætt um hinar hrokafullu NBA-stjörnur í okkar liði en í dag tókum við höndum saman gegn þeirri mótspyrnu sem við fengum. Þetta er mikilvægara en nokkur meistaratitill sem nokkur okkar mun vinna á ferlinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×