Af hverju bankaleynd Björn Ingi Hrafnsson skrifar 26. nóvember 2008 00:01 Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Sumpart virðist stemningin sú að skjóta fyrst og spyrja svo, svo vitnað sé til orða menntamálaráðherra á borgarafundi í Háskólabíói fyrr í vikunni. Segja má að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi með óvæntum hætti hreyft fyrst við málinu í ræðu sinni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í fyrri viku, þegar hann tiltók ýmis atriði sem hann taldi tengjast hruni bankanna og kvaðst þeirrar skoðunar að bankaleynd ætti „ekki lengur við hvað þessi atriði varðar". Undir þetta hefur sjálfur dómsmálaráðherrann tekið og vísað til mikilvægi þess að allt komi nú upp á borðið, sem í sjálfu sér er auðvitað sjálfsögð og eðlileg krafa við þessar aðstæður. Hún getur þó varla falist í því að lög og reglur verði afnumdar eða að tilteknir einstaklingar eða fyrirtæki megi búast við því að lesa trúnaðarupplýsingar um fjármál sín í fjölmiðlum. Hér hljóta einhverjar almennar og gegnsæjar reglur að þurfa að gilda. Að sjálfsögðu eiga þar til bærir eftirlitsaðilar, eins og sérstakur saksóknari í efnahagsbrotum eða Fjármálaeftirlit að hafa aðgang að öllum upplýsingum sem þeir þurfa í sínum störfum. Það er enginn að tala um að ákvæði bankaleyndar eigi við þar, enda vinna slíkir aðilar í samræmi við lög og reglur, þurfa heimildir til rannsókna og leitar og fella ekki dóma, fyrr en sekt hefur raunverulega verið sönnuð. Í ítarlegri fréttaskýringu í Markaðnum í dag fjallar Ingimar Karl Helgason, blaðamaður, um bankaleynd og fer yfir margvíslegar fyrirspurnir sem blaðið hefur sent til bankanna, bæði þeirra gömlu og nýju, skilanefnda, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans og stjórnvalda í tilefni af hruni íslenska fjármálakerfisins. Niðurstaða blaðsins er í stuttu máli sú að víðast hvar er komið að lokuðum dyrum þegar óskað er eftir upplýsingum; stundum er hreinlega ekki haft fyrir því að svara fyrirspurnum en annars er borið við bankaleynd eða að um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Þetta á ekki síst við um Seðlabankann, sem svarar nær aldrei fyrirspurnum. Þess vegna kom mjög á óvart að formaður bankastjórnar Seðlabankans skyldi furða sig á því að almenningur fengi engar gagnlegar upplýsingar. Af hverju byrjar hann ekki sjálfur á því að liðsinna fjölmiðlum við að rækja eftirlitshlutverk sitt? Fjölmiðlar leitast vitaskuld við að upplýsa um allar hliðar mála. Þeir óska skýringa, spyrja spurninga og fá ótal ábendingar til sín um mál í hverri einustu viku. Margar þeirra eru nafnlausar, sumar hverjar algjörlega úr lausu lofti gripnar. En það er frumskylda að kanna sannleiksgildi þeirra, svo almenningur fái sem gleggsta mynd af stöðu mála og geti sjálfur dregið sínar eigin ályktanir. Fyrir alla aðila er hins vegar óþolandi að óvissa ríki um þær reglur og þau lög sem um þessi mál gilda. Ætlar dómsmálaráðherra að beita sér fyrir afnámi bankaleyndar með því að flytja um það lagafrumvarp? Hvað mun það þýða fyrir viðskiptabankana? Mun fólk vilja hafa þar sín viðskipti áfram? Verða til bankar hér á landi, þar sem er bankaleynd og svo aðrir í ríkiseigu, þar sem allt lekur út? Þetta eru spurningar, sem jafnframt væri æskilegt að fá sem fyrst svör við, nú þegar ákveðið hefur verið að allt verði upp á borðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Sumpart virðist stemningin sú að skjóta fyrst og spyrja svo, svo vitnað sé til orða menntamálaráðherra á borgarafundi í Háskólabíói fyrr í vikunni. Segja má að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi með óvæntum hætti hreyft fyrst við málinu í ræðu sinni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í fyrri viku, þegar hann tiltók ýmis atriði sem hann taldi tengjast hruni bankanna og kvaðst þeirrar skoðunar að bankaleynd ætti „ekki lengur við hvað þessi atriði varðar". Undir þetta hefur sjálfur dómsmálaráðherrann tekið og vísað til mikilvægi þess að allt komi nú upp á borðið, sem í sjálfu sér er auðvitað sjálfsögð og eðlileg krafa við þessar aðstæður. Hún getur þó varla falist í því að lög og reglur verði afnumdar eða að tilteknir einstaklingar eða fyrirtæki megi búast við því að lesa trúnaðarupplýsingar um fjármál sín í fjölmiðlum. Hér hljóta einhverjar almennar og gegnsæjar reglur að þurfa að gilda. Að sjálfsögðu eiga þar til bærir eftirlitsaðilar, eins og sérstakur saksóknari í efnahagsbrotum eða Fjármálaeftirlit að hafa aðgang að öllum upplýsingum sem þeir þurfa í sínum störfum. Það er enginn að tala um að ákvæði bankaleyndar eigi við þar, enda vinna slíkir aðilar í samræmi við lög og reglur, þurfa heimildir til rannsókna og leitar og fella ekki dóma, fyrr en sekt hefur raunverulega verið sönnuð. Í ítarlegri fréttaskýringu í Markaðnum í dag fjallar Ingimar Karl Helgason, blaðamaður, um bankaleynd og fer yfir margvíslegar fyrirspurnir sem blaðið hefur sent til bankanna, bæði þeirra gömlu og nýju, skilanefnda, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans og stjórnvalda í tilefni af hruni íslenska fjármálakerfisins. Niðurstaða blaðsins er í stuttu máli sú að víðast hvar er komið að lokuðum dyrum þegar óskað er eftir upplýsingum; stundum er hreinlega ekki haft fyrir því að svara fyrirspurnum en annars er borið við bankaleynd eða að um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Þetta á ekki síst við um Seðlabankann, sem svarar nær aldrei fyrirspurnum. Þess vegna kom mjög á óvart að formaður bankastjórnar Seðlabankans skyldi furða sig á því að almenningur fengi engar gagnlegar upplýsingar. Af hverju byrjar hann ekki sjálfur á því að liðsinna fjölmiðlum við að rækja eftirlitshlutverk sitt? Fjölmiðlar leitast vitaskuld við að upplýsa um allar hliðar mála. Þeir óska skýringa, spyrja spurninga og fá ótal ábendingar til sín um mál í hverri einustu viku. Margar þeirra eru nafnlausar, sumar hverjar algjörlega úr lausu lofti gripnar. En það er frumskylda að kanna sannleiksgildi þeirra, svo almenningur fái sem gleggsta mynd af stöðu mála og geti sjálfur dregið sínar eigin ályktanir. Fyrir alla aðila er hins vegar óþolandi að óvissa ríki um þær reglur og þau lög sem um þessi mál gilda. Ætlar dómsmálaráðherra að beita sér fyrir afnámi bankaleyndar með því að flytja um það lagafrumvarp? Hvað mun það þýða fyrir viðskiptabankana? Mun fólk vilja hafa þar sín viðskipti áfram? Verða til bankar hér á landi, þar sem er bankaleynd og svo aðrir í ríkiseigu, þar sem allt lekur út? Þetta eru spurningar, sem jafnframt væri æskilegt að fá sem fyrst svör við, nú þegar ákveðið hefur verið að allt verði upp á borðum.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun