Ísraelsk Madeleine McCann? Óli Tynes skrifar 27. ágúst 2008 15:43 Afinn Roni Ron (45) og mamman Marie Pisam (23) huldu andlit sín í réttarsal Fjörutíu og fimm ára gamall ísraelskur afi er grunaður um að hafa myrt fjögurra ára barnabarn sitt og eignast tvö önnur börn með móðurinni, fyrrverandi tengdadóttur sinni. Móðirin og amman eru grunuð um aðild að málinu. Lík litlu telpunnar hefur hinsvegar ekki fundist ennþá. Því hefur hún í fjölmiðlum verið kölluð hin ísraelska Maddie. Rose litla Ron átti stutta ævi og erfiða. Faðir hennar kvæntist franskri konu. Þar sem þau bjuggu til skiptis í Ísrael og Frakklandi talaði hún hvorki almennilega hebresku né frönsku. Oft stóð hún og starði út í loftið. Eða barði höfðinu í vegginn til þess að vekja athygli á sér. Móðirin hafði skilið við föður hennar og tekið saman við föður eiginmannsins. Tengdaföður sinn. Hún flutti með Rose inn á heimili hans og konu hans. Ömmu Rose og tengdamóður sinnar. Eignaðist þar tvö börn. Svo dag nokkurn fyrir þrem mánuðum hvarf Rose sporlaust. Enginn tók eftir því í fyrstu af því að enginn tók eftir Rose. Nú hafa hinsvegar móðirin og afinn verið handtekin. Afinn hefur sagt að þegar Rose grét hástöfum í aftursætinu á bíl hans, hafi hann slegið hana í reiðikasti. Hún hafi látist af högginu og í skelfingu sinni hafi hann sett lík hennar í ferðatösku og kastað því út í á. Ferðataskan hefur hinsvegar ekki fundist og lögregluna grunar að málið sé ekki jafn einfalt og afinn og mamman vilja vera láta. Erlent Madeleine McCann Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira
Fjörutíu og fimm ára gamall ísraelskur afi er grunaður um að hafa myrt fjögurra ára barnabarn sitt og eignast tvö önnur börn með móðurinni, fyrrverandi tengdadóttur sinni. Móðirin og amman eru grunuð um aðild að málinu. Lík litlu telpunnar hefur hinsvegar ekki fundist ennþá. Því hefur hún í fjölmiðlum verið kölluð hin ísraelska Maddie. Rose litla Ron átti stutta ævi og erfiða. Faðir hennar kvæntist franskri konu. Þar sem þau bjuggu til skiptis í Ísrael og Frakklandi talaði hún hvorki almennilega hebresku né frönsku. Oft stóð hún og starði út í loftið. Eða barði höfðinu í vegginn til þess að vekja athygli á sér. Móðirin hafði skilið við föður hennar og tekið saman við föður eiginmannsins. Tengdaföður sinn. Hún flutti með Rose inn á heimili hans og konu hans. Ömmu Rose og tengdamóður sinnar. Eignaðist þar tvö börn. Svo dag nokkurn fyrir þrem mánuðum hvarf Rose sporlaust. Enginn tók eftir því í fyrstu af því að enginn tók eftir Rose. Nú hafa hinsvegar móðirin og afinn verið handtekin. Afinn hefur sagt að þegar Rose grét hástöfum í aftursætinu á bíl hans, hafi hann slegið hana í reiðikasti. Hún hafi látist af högginu og í skelfingu sinni hafi hann sett lík hennar í ferðatösku og kastað því út í á. Ferðataskan hefur hinsvegar ekki fundist og lögregluna grunar að málið sé ekki jafn einfalt og afinn og mamman vilja vera láta.
Erlent Madeleine McCann Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira