Allir í sleik á Airwaves Anna Margrét Björnsson skrifar 19. október 2008 07:00 Seabear og Páll Óskar slá í gegn í Hafnarhúsinu á meðan kanadíski fiðlusnillingurinn Final Fantasy heillaði á Bedroom Community-kvöldi. Fyrsti viðkomustaður minn á föstudagskvöld var tónleikastaðurinn Organ, sælla minninga, en hann hefur enduropnað sérstaklega fyrir Airwaves-hátíðina. Þar steig indí-rokkhljómsveitin Dýrðin á svið um áttaleytið. Undir þeirra hressilegu New York-pönkskotnu tónum spjallaði ég við mann sem heitir því skemmtilega nafni Lee Lust frá Atlantic Records um hvaða hljómsveitum útlendingar væru spenntastir fyrir í ár. „Ég er sjálfur svona rokk og ról-gaur, en hvað er í gangi hjá Íslendingum? Þeir eru allir að fara yfir í elektró-tónlistina," sagði hann undrandi. Elektró-tónlist var svo einmitt það sem var í boði á Tunglinu, en þar hafði myndast geysilega mikil röð sem hélst jafnlöng allt kvöldið, þannig að eitthvað hafði hr. Lust fyrir sér í þessu. Persónulega finnst mér Tunglið alveg vonlaus tónleikastaður og föstudagskvöld breytti ekki þeirri skoðun minni. Það er nánast ómögulegt að sjá listamennina nema að maður sé að troðast í stöppunni frammi við svið. Því heyrði ég aðeins í Bloodgroup en sá ekki neitt sem var synd því sviðsframkoma þeirra er mjög lífleg og takturinn hrífandi. Úr sveittri kösinni á Tunglinu hélt ég yfir á Iðnó en þar stóð yfir svokallað Bedroom Community-kvöld en það er útgáfufyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar sem hefur sankað að sér mjög sérstökum og hæfileikaríkum listamönnum. Það var dálítið skrýtið að fara úr teknó-stuðinu yfir í „gling-gling"-hljóð sem láta mann fá orðið „krútt" strax upp í hugann. Þar voru líka á ferðinni krúttin Amiina og Kippi Kaninus en einhvern veginn var ég bara ekki rétt stemmd fyrir þessa tegund af tónlist. Þýskur blaðamaður virtist sammála en hann ruddist fram hjá mér á meðan hann tautaði „Das ist nicht Wunderbar". Næst var haldið yfir í Hafnarhúsið en þar var komin löng röð af gestum sem biðu óþreyjufullir eftir að sjá Seabear, fyrrum sólóprójekt Sindra Más Sigfússonar sem er orðið að myndarlegri sjö manna hljómsveit með gíturum, strengjum, bjöllum og blásturshljóðfærum. Tónlist þeirra er einhvers konar melódískt kántrí og þjóðlagaskotið popp, einstaklega fögur tónlist og grípandi. Sindri hefur afar látlausa sviðsframkomu en fallegur stúlknasöngur, strengjakaflar og seiðandi taktur vakti mikla lukku hjá tónleikagestum sem fögnuðu mikið að tónleikum loknum. Fyndið samt hvað fleiri og fleiri bönd virðast vera að henda inn svona einni fiðlu og kannski trompet upp á frumleikann, greinilega vaxandi trend. Stemmningin magnaðist enn frekar þegar hljómsveitin Hjaltalín steig á svið en þau gersamlega hrifu salinn með sér og þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar Páll Óskar mætti óvænt og söng hið vinsæla kover hljómsveitarinnar af lagi hans „Þú komst við hjartað í mér". Erlendir gestir voru ekkert síður hrifnir og ég heyrði nokkra spyrja hvort þetta væri hinn íslenski Ricky Martin. Reykingapásur á Airwaves eru greinilega eitthvað sem heyrir sögunni til og það voru margir sem lentu í hremmingum eftir að hafa stigið út til að fá sér sígarettu en þurftu svo að bíða í endalausri röð í annað sinn til að komast aftur inn. Ekki vinsælt og því síður dónalegir dyraverðirnir við Hafnarhúsið. Ég hafði ætlað mér að sjá Motion Boys sem klikka ekki á gríðarlegum hressleika en það var mikið „buzz" í gangi yfir fyrirbærinu Final Fantasy í Iðnó sem flestir virtust telja ómissandi viðburð. Þar er á ferð ungur kanadískur maður vopnaður fiðlu og alls kyns græjum, svona einhvers konar eins-manns nýklassískt band. Mér skilst að allt hafi farið í handaskolum þegar hann kom til landsins þar sem græjurnar hans týndust þannig að hann fékk allt lánað á síðustu stundu. Tónleikaupplifunin með Final Fantasy var sannarlega óvenjuleg og á köflum ansi mögnuð. Maðurinn er greinilega mikill fiðlusnillingur og virtist notast mikið við „delay" - sumsé tók upp kafla um leið og hann spilaði þá og lét þá svo óma á ný á meðan hann plokkaði fiðlustrengina eða framkvæmdi aðra tóngjörninga. Það er ljóst að áhorfendur voru algerlega í transi enda um mjög sérstakan viðburð að ræða, en einhvern veginn laumaðist alltaf tilfinningin að mér að þetta væri nú dálítið tilgerðarlegt og kanadískt allt saman. Minnti mig á allar þessar kanadísku kvikmyndir sem eru að reyna að vera svo „intellektúal" að þær missa einhvern veginn af punktinum. Brosti svo út í annað síðar um kvöldið þegar ég uppgötvaði að allir voru í sleik úti í hornum, hvort sem það var í Iðnó eða í Hafnarhúsinu. Ástin svífur greinilega yfir vötnum á Airwaves í ár. Hápunktar: Seabear, Hjaltalín og Final Fantasy.Anna Margrét Björnsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Anna Margrét Björnsson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Seabear og Páll Óskar slá í gegn í Hafnarhúsinu á meðan kanadíski fiðlusnillingurinn Final Fantasy heillaði á Bedroom Community-kvöldi. Fyrsti viðkomustaður minn á föstudagskvöld var tónleikastaðurinn Organ, sælla minninga, en hann hefur enduropnað sérstaklega fyrir Airwaves-hátíðina. Þar steig indí-rokkhljómsveitin Dýrðin á svið um áttaleytið. Undir þeirra hressilegu New York-pönkskotnu tónum spjallaði ég við mann sem heitir því skemmtilega nafni Lee Lust frá Atlantic Records um hvaða hljómsveitum útlendingar væru spenntastir fyrir í ár. „Ég er sjálfur svona rokk og ról-gaur, en hvað er í gangi hjá Íslendingum? Þeir eru allir að fara yfir í elektró-tónlistina," sagði hann undrandi. Elektró-tónlist var svo einmitt það sem var í boði á Tunglinu, en þar hafði myndast geysilega mikil röð sem hélst jafnlöng allt kvöldið, þannig að eitthvað hafði hr. Lust fyrir sér í þessu. Persónulega finnst mér Tunglið alveg vonlaus tónleikastaður og föstudagskvöld breytti ekki þeirri skoðun minni. Það er nánast ómögulegt að sjá listamennina nema að maður sé að troðast í stöppunni frammi við svið. Því heyrði ég aðeins í Bloodgroup en sá ekki neitt sem var synd því sviðsframkoma þeirra er mjög lífleg og takturinn hrífandi. Úr sveittri kösinni á Tunglinu hélt ég yfir á Iðnó en þar stóð yfir svokallað Bedroom Community-kvöld en það er útgáfufyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar sem hefur sankað að sér mjög sérstökum og hæfileikaríkum listamönnum. Það var dálítið skrýtið að fara úr teknó-stuðinu yfir í „gling-gling"-hljóð sem láta mann fá orðið „krútt" strax upp í hugann. Þar voru líka á ferðinni krúttin Amiina og Kippi Kaninus en einhvern veginn var ég bara ekki rétt stemmd fyrir þessa tegund af tónlist. Þýskur blaðamaður virtist sammála en hann ruddist fram hjá mér á meðan hann tautaði „Das ist nicht Wunderbar". Næst var haldið yfir í Hafnarhúsið en þar var komin löng röð af gestum sem biðu óþreyjufullir eftir að sjá Seabear, fyrrum sólóprójekt Sindra Más Sigfússonar sem er orðið að myndarlegri sjö manna hljómsveit með gíturum, strengjum, bjöllum og blásturshljóðfærum. Tónlist þeirra er einhvers konar melódískt kántrí og þjóðlagaskotið popp, einstaklega fögur tónlist og grípandi. Sindri hefur afar látlausa sviðsframkomu en fallegur stúlknasöngur, strengjakaflar og seiðandi taktur vakti mikla lukku hjá tónleikagestum sem fögnuðu mikið að tónleikum loknum. Fyndið samt hvað fleiri og fleiri bönd virðast vera að henda inn svona einni fiðlu og kannski trompet upp á frumleikann, greinilega vaxandi trend. Stemmningin magnaðist enn frekar þegar hljómsveitin Hjaltalín steig á svið en þau gersamlega hrifu salinn með sér og þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar Páll Óskar mætti óvænt og söng hið vinsæla kover hljómsveitarinnar af lagi hans „Þú komst við hjartað í mér". Erlendir gestir voru ekkert síður hrifnir og ég heyrði nokkra spyrja hvort þetta væri hinn íslenski Ricky Martin. Reykingapásur á Airwaves eru greinilega eitthvað sem heyrir sögunni til og það voru margir sem lentu í hremmingum eftir að hafa stigið út til að fá sér sígarettu en þurftu svo að bíða í endalausri röð í annað sinn til að komast aftur inn. Ekki vinsælt og því síður dónalegir dyraverðirnir við Hafnarhúsið. Ég hafði ætlað mér að sjá Motion Boys sem klikka ekki á gríðarlegum hressleika en það var mikið „buzz" í gangi yfir fyrirbærinu Final Fantasy í Iðnó sem flestir virtust telja ómissandi viðburð. Þar er á ferð ungur kanadískur maður vopnaður fiðlu og alls kyns græjum, svona einhvers konar eins-manns nýklassískt band. Mér skilst að allt hafi farið í handaskolum þegar hann kom til landsins þar sem græjurnar hans týndust þannig að hann fékk allt lánað á síðustu stundu. Tónleikaupplifunin með Final Fantasy var sannarlega óvenjuleg og á köflum ansi mögnuð. Maðurinn er greinilega mikill fiðlusnillingur og virtist notast mikið við „delay" - sumsé tók upp kafla um leið og hann spilaði þá og lét þá svo óma á ný á meðan hann plokkaði fiðlustrengina eða framkvæmdi aðra tóngjörninga. Það er ljóst að áhorfendur voru algerlega í transi enda um mjög sérstakan viðburð að ræða, en einhvern veginn laumaðist alltaf tilfinningin að mér að þetta væri nú dálítið tilgerðarlegt og kanadískt allt saman. Minnti mig á allar þessar kanadísku kvikmyndir sem eru að reyna að vera svo „intellektúal" að þær missa einhvern veginn af punktinum. Brosti svo út í annað síðar um kvöldið þegar ég uppgötvaði að allir voru í sleik úti í hornum, hvort sem það var í Iðnó eða í Hafnarhúsinu. Ástin svífur greinilega yfir vötnum á Airwaves í ár. Hápunktar: Seabear, Hjaltalín og Final Fantasy.Anna Margrét Björnsson
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun